Bankinn

Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtækið á Íslandi og veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum um allt land trausta og alhliða fjármálaþjónustu sem byggir á langtíma viðskiptasamböndum. Nánar um bankann | Fjárhagslegar upplýsingar

Fréttir og tilkynningar Rss

Auglýst eftir umsóknum um nýsköpunarstyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýsköpunarstyrki Landsbankans og nemur heildarupphæð styrkjanna að þessu sinni allt að 10.000.000 kr. Tekið er á móti umsóknum til og með miðnættis mánudaginn 1. desember 2014.

Eldri fréttir

Landsbankinn

Landsbankinn hf. var stofnaður 9. október 2008 en saga forvera hans nær allt aftur til ársins 1886. Íslenska ríkið á nú 97,9% í bankanum, Landsbankinn hf. heldur á 1,3% hlut og um 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmenn Landsbankans eiga 0,8% hlut

Skipulag bankans

Fjárhagslegar upplýsingar

Það er stefna Landsbankans að hagsmunaaðilar hafi greiðan aðgang að upplýsingum um bankann og fái skýrar og áreiðanlegar upplýsingar um starfsemina.

Fjárfestatengsl

Stefna

Landsbankinn þinn er heiti á stefnu Landsbankans. Bankinn hefur breyst mikið og mun breytast og eflast enn frekar í takt við stefnuna. Við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar.

Stefnan hvílir á fjórum meginstoðum sem allar verða að vera í jafnvægi. Þessar stoðir eru öflug liðsheild, traustir inniviðir, ánægðir viðskiptavinir og ávinningur samfélags og eigenda.

Einkunnarorð stefnunnar eru hlustum, lærum og þjónum og í þeim endurspeglast sú mikla áherslubreyting sem unnið hefur verið að í rekstri hans.

Stefna bankans

Viltu vinna hjá Landsbankanum?

Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Kynntu þér framboð starfa hjá Landsbankanum eða sendu inn almenna umsókn. | Nánar

Samfélagsleg ábyrgð

Landsbankinn hefur markað sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð með áherslu á fimm lykilstefnur sem allar endurspegla áherslur alþjóðasáttmála og staðla varðandi samfélagslega ábyrgð. | Nánar