Eignastýring

Eignastýring Landsbankans starfar með viðskiptavinum sínum að traustri uppbyggingu eignasafna. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir. Verið velkomin í Eignastýringu.

Þjónusta við allra hæfi

Eignastýring Landsbankans býður viðskiptavinum sínum upp á alhliða eignastýringarþjónustu. Hlutverk sérfræðinga Eignastýringar er að aðstoða viðskiptavini við val á sparnaðarleiðum og uppbyggingu á  eignasafni, allt eftir stöðu og markmiðum hvers og eins. 

Sérfræðingar bankans sjá um að fylgjast með mörkuðum og meta þá fjárfestingarkosti og þau tækifæri sem verðbréfamarkaðir hafa upp á að bjóða á hverjum tíma. Kappkostað er að veita persónulega þjónustu og finna ávöxtunarleiðir sem henta hverjum og einum. Starfsemi sviðsins er þannig skipt upp eftir þeim þjónustuþáttum sem þau veita viðskiptavinum sínum.

 

Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf

  • Traust fjármálaráðgjöf þér að kostnaðarlausu.
  • Ráðgjöf við uppbyggingu eignasafns.
  • Regluleg upplýsingagjöf.
  • Milliganga um kaup og sölu verðbréfa.

Nánar

Einkabankaþjónusta

  • Heildstæð fjármálaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga.
  • Sérfræðingar sjá um eignasöfn viðskiptavina.
  • Virk eignastýring eða ráðgjafarsamningur
  • Persónuleg þjónusta.

Nánar

 

Fréttabréf Veltubréfa

Í vikulegu fréttabréfi Veltubréfa er fjallað um ávöxtunartölur og eignasamsetningu sjóðsins ásamt upplýsingum um horfur á fjármagnsmörkuðum. 

Nánar um Veltubréf

Skráning á póstlista

Eignastýring fyrir fyrirtæki

Landsbankinn býður upp á sérsniðna eignastýringu fyrir lögaðila, þ.m.t. fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Bankinn býður einnig lífeyrissjóðum upp á alhliða þjónustu, s.s. bókhald, móttöku iðgjalda, útreikning og útgreiðslu lífeyris.

Nánar