Erlendar millifærslur

Greiðslur á milli landa

Í Landsbankaappinu og netbanka einstaklinga er hægt að framkvæma erlendar millifærslur. Hægt er að senda svokallaðar SEPA greiðslur sem eru greiðslur innan Evrópu í evrum og hefðbundnar erlendar millifærslur (SWIFT).

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að gjaldeyrishöftum hafi nánast verið aflétt ber Landsbankanum að tilkynna um tiltekin erlend viðskipti til Seðlabanka Íslands og millifærslur vegna þeirra. Mikilvægt er því að viðskiptavinur flokki færslur rétt í netbanka eftir tilgangi þeirra. Landsbankinn mun jafnframt í ákveðnum tilvikum kalla eftir frekari upplýsingum frá viðskiptavini til að geta uppfyllt tilkynningarskylduna til Seðlabanka Íslands. 

Sparireikningar í erlendri mynt

Upplýsingar til Seðlabankans

 

 

Innskráning í netbanka

Tilkynningarskylda

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að gjaldeyrishöftum hafi nánast alveg verið aflétt ber Landsbankanum að tilkynna um tiltekin viðskipti til Seðlabanka Íslands. Landsbankinn mun í ákveðnum tilvikum inna viðskiptavini eftir upplýsingum til að geta uppfyllt tilkynningarskylduna.

Nánar um upplýsingar til Seðlabankans

Evrugreiðslur innan Evrópu - SEPA

SEPA er ensk skammstöfun og stendur fyrir Single Euro Payments Area. Með sameiginlegum evrópskum staðli hefur það orðið einfaldara og ódýrara að meðhöndla millifærslur í evrum innan Evrópu.

Með evrugreiðslu er hægt að millifæra á einfaldan hátt evrur til ESB landa auk Íslands, Noregs, Liechtenstein, Mónakó og Sviss. Færslan greiðist inn á reikning viðtakanda næsta virka dag eftir að þeir hafa verið sendir. Greiðandinn og viðtakandi deila kostnaðinum.

SEPA-greiðslur, hvort sem um er að ræða af reikningum í íslenskum krónum eða evrum, er hægt að framkvæma milli kl. 9.00 og 16.00 á virkum dögum.

  • Greiðandi þarf að reiða fram IBAN og BIC númer viðtakanda
  • Banki viðtakanda þarf að geta tekið á móti SEPA greiðslum
  • Gjaldmiðill er EUR
  • Greiðandi greiðir gjöld til Landsbankans samkvæmt verðskrá 

Erlendar millifærslur – SWIFT

SWIFT er staðlað samskiptakerfi sem notað er af helstu bönkum um heim allan m.a. til að senda erlendar millifærslur á milli banka.

Landsbankinn sendir greiðslufyrirmæli með SWIFT-skeyti til viðskiptabanka síns erlendis, sem framkvæmir greiðsluna. Í einhverjum tilvikum getur greiðslan þurft að fara í gegnum fleiri en einn banka.

SWIFT-millifærslur á milli tveggja reikninga í sömu mynt er hægt að framkvæma hvenær sem er í netbankanum. SWIFT-millifærslur af reikningum í íslenskum krónum yfir á reikninga í erlendum gjaldeyri er hægt að framkvæma milli kl. 9.00 og 16.00 á virkum dögum.

Þegar óskað er eftir að framkvæma erlenda millifærslu þarf sendandi að veita eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn og heimilisfang viðtakanda (Götuheiti og númer, póstnúmer og borg)
  • IBAN númer reiknings viðtakanda (Evrópa) eða reikningsnúmer viðtakanda (utan Evrópu) SWIFT heiti banka viðtakanda (Evrópa), Routing number/ABA eða Federal Wire (USA), Transit number (Kanada) og Bank Code (Ástralía)
  • Fjárhæð (í erlendri mynt)
  • Skýring greiðslu (valkvætt)

Gera þarf ráð fyrir að það geti tekið allt að 2-3 virka daga áður en erlenda greiðslan er greidd út til viðtakanda en í einstaka tilfellum allt að 5 virka daga. Hægt er að óska eftir hraðgreiðslu sem greiðist þá samdægurs eða daginn eftir. Greitt er aukalega fyrir hraðgreiðslu samkvæmt verðskrá.