Gjaldeyrisviðskipti

Viðskipti með gjaldeyri

Viðskiptavinir, einstaklingar og lögaðilar geta án takmarkana átt gjaldeyrisviðskipti, fjárfest í erlendum verðbréfum og átt ýmis konar viðskipti yfir landamæri Íslands.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að gjaldeyrishöftum hafi nánast alveg verið aflétt ber Landsbankanum að tilkynna um tiltekin viðskipti til Seðlabanka Íslands innan fimm virkra daga frá því að þau hafa átt sér stað. Í einhverjum tilvikum mun Landsbankinn því inna viðskiptavini eftir upplýsingum til að geta uppfyllt tilkynningarskylduna.

Kaup á gjaldeyri

Hægt er að kaupa gjaldeyri í sérstökum gjaldeyrishraðbönkum eða í næsta útibúi Landsbankans.

Einnig er hægt að millifæra af reikningi í íslenskum krónum yfir á Sparireikning í erlendri mynt í netbankanum.

Tengt efni

Upplýsingar um gjaldeyrisviðskipti veitir þjónustuver Landsbankans í síma 410-4000 eða í tölvupósti.

Nánari upplýsingar er einnig að finna á vef Seðlabanka Íslands - Gjaldeyrismál.