Kortanotkun erlendis

Kortanotkun erlendis

Þegar haldið er til útlanda skal það haft í huga að notast er við PIN númer þegar reiðufé er tekið út úr hraðbanka og sífellt algengara er að söluaðilar vöru- og þjónustu erlendis geri kröfu um staðfestingu á afgreiðslu með PIN númeri, hvort sem notast er við debetkort eða kreditkort.

Það er því nauðsynlegt að leggja PINNIÐ á MINNIÐ áður en haldið er af landi brott auk þess sem gott er að hafa ávallt meðferðis bæði reiðufé og greiðslukort.

Vinsamlegast athugið að þóknun getur verið á notkun greiðslukorta í útlöndum og getur upphæðin verið mismunandi eftir því hvort um er að ræða debetkort eða kreditkort. Nánari upplýsingar má nálgast í verðskrá Landsbankans.

Hvar er hægt að nálgast PIN númer?

Hægt er að nálgast PIN á debet- og kreditkort VISA í netbanka einstaklinga og appinu.

Einnig er hægt að óska eftir því að fá PIN númer sent í pósti með því að hafa samband við þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000.

PIN númer á Mastercard kort er hægt að sækja í afgreiðslu Borgunar hf. eða fá sent í pósti með því að hafa samband við þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000.