Beingreiðslur

Þægileg, einföld og ókeypis leið fyrir föst útgjöld. Sjálfkrafa skuldfærsla af reikningum að eigin vali.

Beingreiðslur eru þægileg leið til að greiða föst útgjöld, t.d. áskriftar- og afnotagjöld, fjölmiðla-, orku- og símareikninga, tryggingariðgjöld og endurnýja happdrættismiða. Reikningarnir eru skuldfærðir á eindaga. Viðskiptavinur gerir samning við bankann um þá reikninga sem hann vill að skuldfærðir séu. Kostnaður við beingreiðslur er enginn.