PIN númer

Hvað er PIN númer?

PIN númer er fjögurra stafa númer sem fylgir greiðslukortum. PIN númerið er notað til þess að staðfesta greiðslur með greiðslukortum Landsbankans. Ekki þarf að notast við PIN númer fyrir greiðslur undir 5.000 kr. ef greiðslukort er með snertilausri virkni nema öðru hvor í öryggisskyni. Ekki þarf að nota PIN-númer þegar greitt er með Gjafakorti Landsbankans.

Örugg kortaviðskipti

Þegar korthafar greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota örgjörvann og PIN númerið eða snertilausa virknina skulu þeir ekki láta kortið af hendi. Þegar notast á við PIN númerið skal korthafi sjálfur setja kortið í posann og staðfesta viðskiptin með því að slá inn PIN númerið þannig að aðrir sjái ekki númerið. Sé upphæð 5.000 kr. eða lægri er hægt að greiða snertilaust og þá skal korthafi sjálfur leggja kortið að posanum og bíða staðfestingar.

Nálgast PIN

Korthafar geta nálgast PIN númer fyrir Visa kredit-og debetkort í netbanka einstaklinga, fyrirtækjabankanum og á farsímavefnum, L.is.

PIN númer kreditkorta

 • Á „síðan mín“ eða á „forsíðu netbanka fyrirtækja“ er farið í aðgerðahnapp kortsins. Finnið kortið og ýtið á hnappinn „Sækja PIN“.
 • Á L.is er farið í „Kreditkort“. Veljið kortið og ýtið á hnappinn „Sækja PIN“.

Nánari upplýsingar um PIN númer debetkorta

Einnig er hægt að óska eftir útprentuðu PIN-bréfi sent á lögheimili með því að hafa samband við Landsbankann í síma 410 4000 eða með því að senda tölvupóst á info@landsbankinn.is.

Varðveitið PIN-númerið á öruggan hátt

PIN númerið þarf að varðveita á öruggan hátt, ekki geyma það á miða í veskinu eða á öðrum stað þar sem þjófar gætu nálgast það. Aldrei skal segja neinum hvert PIN númerið er. Komist óprúttnir aðilar yfir kortið og PIN númerið og nota kortið, ber korthafi ábyrgð á úttektum. Leggja skal PIN númerið á minnið og tilkynna strax ef kortið glatast.

 • Þjónustuver Landsbankans 410 4000
 • Þjónustuver Valitor 525 2000

Spurt og svarað

 • Má korthafi láta starfsfólk í verslunum fá kortið?
 • Fæ ég ennþá kvittun úr posa?
 • Er hægt að hringja í Landsbankann og fá PIN uppgefið?
 • Hvað gerist ef rangt PIN númer er slegið inn of oft?
 • Virkar greiðslukortið alls staðar?
 • Getur korthafi valið sér sjálfur PIN númer?
 • Þarf korthafi að halda PIN númerinu leyndu fyrir öðrum?
 • Ber korthafi ábyrgð ef PIN númeri er stolið og greitt er með kortinu?
 • Ef korthafi man ekki PIN númerið, hvar er þá hægt að nálgast það?