Sjálfvirkar greiðslur

Sjálfvirkar greiðslur eru valkostur fyrir einstaklinga sem vilja greiða útgjöldin sín skilvíslega án fyrirhafnar. Viðskiptavinir geta valið á milli þess að setja útgjöldin í boð- eða beingreiðslur.

Boðgreiðslur á kreditkortið

Boðgreiðslur eru útgjöld sem skuldfærð eru á kreditkort viðskiptavina að þeirra beiðni. Hægt er að setja flest regluleg útgjöld í boðgreiðslur að undanskyldum lánum.

Má bjóða þér aukin fríðindi?

Með því að setja regluleg útgjöld s.s. orkureikninga, símreikninga, fasteignagjöld, leikskólagjöld, áskriftir o.fl. í boðgreiðslur færðu aukin fríðindi, hvort sem þú safnar Aukakrónum eða Vildarpunktum.

Kostir boðgreiðslna eru

  • Skilvísar greiðslur án fyrirhafnar
  • Engir dráttarvextir
  • Engin seðilgjöld 
  • Aukin fríðindi

Til að setja föst útgjöld í boðgreiðslur á kreditkort þarf að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki, sveitafélög og stofnanir.

Beingreiðslur á veltureikning

Beingreiðslur eru útgjöld sem skuldfærð eru reglulega af tékkareikningi / veltureikningi viðskiptavinar. Hægt er að setja allar reglulegar greiðslur í beingreiðslur, þ.m.t. lán. Beingreiðslur gera þér kleift að greiða t.d. afnotagjöld fjölmiðla, rafmagnsreikninga, tryggingariðgjöld, húsnæðislán, bílalán o.fl. með sjálfvirkum hætti án fyrirhafnar.

Kostir beingreiðslna eru

  • Skilvísar greiðslur án fyrirhafnar
  • Engir dráttarvextir
  • Engin seðilgjöld

Skrá beingreiðslur á veltureikning í netbankanum