Íbúðalán

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt lán til íbúðakaupa, nýbyggingar, endurbóta á húsnæði eða endurfjármögnunar.

Tímabundin breyting á þjónustu

27. mars 2020

Vegna Covid-19 má búast við að svartími lengist eitthvað við afgreiðslu íbúðalána og umsókna um endurfjármögnun.

Við hvetjum viðskiptavini jafnframt að nýta sér rafræna þjónustu bankans eða hringja í okkur ef þess er kostur, fremur en að koma í útibú. Hægt er að bóka tíma í íbúðalánaráðgjöf og við höfum samband.


Fjölbreyttar leiðir sem miðast við þínar þarfir

Landsbankinn býður fjölbreytta valkosti í íbúðalánum sem henta ólíkum þörfum og markmiðum viðskiptavina. Við bjóðum hagstæð kjör og lánum allt að 85% af kaupverði fasteigna.

Hægt er að sækja um íbúðalán hjá Landsbankanum með því að smella á hnappinn hér til hliðar. Umsóknarferlið er einfalt og öruggt og hefst á greiðslumati. Að því loknu er hægt að velja þá lánasamsetningu sem hentar og í kjölfarið er send inn rafræn lánsumsókn.

Engin skuldbinding felst í því að senda rafræna lánsumsókn um íbúðalán. Þegar Landsbankinn móttekur umsóknina mun sérfræðingur bankans hafa samband við þig og fara yfir umsóknina og næstu skref.

Reiknivél

Í íbúðalánareiknivél Landsbankans getur þú reiknað út greiðslubyrði, afborganir og kostnað ólíkra tegunda íbúðalána. Auðvelt er að bera saman ólíka lánakosti, meðal annars ólíka blöndun verðtryggðra og óverðtryggðra lána, allt eftir því hvað á við.

Íbúðalánareiknivél

Samsetning láns
100%Óverðtryggt
0%Verðtryggt
Fyrsta greiðsla
38.611 kr.
Árleg hlutfallstala kostnaðar
7,49%
Útborguð upphæð að frádregnum kostnaði
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Greiðslur
Samtals greitt: 70.097.436 kr.
Kostnaður
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
50%Óverðtryggt
50%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Grunnlán vt.
35 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 90.122.156 kr.
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
0%Óverðtryggt
100%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán vt.
35 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 61.211.330 kr.
Lántökukostnaður: 523.300 kr.

 

Greiðslumat

Tilgangurinn með greiðslumati er að sjá hversu mikið svigrúm þú hefur til að greiða af húsnæðislánum eftir að tekið hefur verið tillit til annarra útgjalda, s.s. vegna matarkaupa, reksturs bifreiðar, annarra lána og þess háttar.Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir

Ólíkar þarfir og markmið