Aukalán

Þú færð Aukalán í appinu

Þú færð Aukalán í appinu með skjótum og einföldum hætti. Þú sérð strax hvað þér býðst hátt lán og á hvaða kjörum. Lánið er greitt samstundis inn á reikning eða kreditkort.Brúum bilið með Aukaláni

Þarftu að mæta óvæntum útgjöldum? Stendur þú í endurbótum? Aukalán hentar við fjölmargar aðstæður. Þú getur tekið lánið hvar og hvenær sem er og færð peninginn strax.

 • Afgreitt á augabragði
 • Dreift til allt að 5 ára
 • Ekkert lántökugjald
 • Ekkert uppgreiðslugjald

Nýttu lánaheimildina eins og þér hentar

Lánaheimildin þín gerir þér kleift að taka lán eða stilla heimildir hvenær sem þú vilt.

Þú getur skipt lánaheimildinni milli Aukalána, yfirdráttarheimildar og kortaheimildar eins og þér hentar.

Lánaheimildin þín er reiknuð reglulega með sjálfvirkum hætti og byggir á fjárhags- og viðskiptasögu þinni.

Nánar um lánaheimildina


Vilt þú lækka yfirdráttinn með skipulegum hætti?

Taktu Aukalán og notaðu til að greiða niður yfirdráttinn með mánaðarlegum greiðslum. Þá nýtur þú hagstæðari vaxtakjara og lækkar skammtímaskuldir með reglubundnum hætti.

Þinn ávinningur:

 • Hagstæðari vaxtakjör en á yfirdrætti
 • Mánaðarlegar jafnar greiðslur til allt að 5 ára
 • Hægt að greiða niður yfirdráttinn að hluta eða í heild
 • Ekkert lántökugjald í sjálfsafgreiðslu
 • Ekkert uppgreiðslugjald
 • Hægt að greiða inn á Aukalán hvenær sem er án kostnaðar

Greiða niður yfirdráttinn - hvað spara ég?


Nánari upplýsingar

 • Aukalán er óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum án veðs.
 • Lágmarksupphæð er 20.000 kr.
 • Hámarksupphæð ræðst af lánaheimild þinni en er þó aldrei hærri en 2.250.000 kr.
 • Lánstími getur verið frá 3 mánuðum til 5 ára.
 • Greitt er af láninu með beingreiðslu fyrsta virka dag hvers mánaðar.
 • Vextirnir eru á bilinu 7,20% til 9,60%. Endanlegir vextir ráðast af lánshæfi þínu.
 • Ekkert lántökugjald, ekkert uppgreiðslugjald.