Lánaheimild

Nýttu lánaheimildina eins og þér hentar

Lánaheimildin þín gerir þér kleift að taka skammtímalán eða stilla heimildir þegar þér hentar.

Þú getur skipt lánaheimildinni milli yfirdráttarheimildar, kreditkortaheimildar og annarra skammtímalána, svo sem Aukalána.

Heimildin er reiknuð sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin. Hún byggir á sjálfvirku mati sem tekur tillit til fjárhags- og viðskiptasögu þinnar og getur tekið breytingum milli mánaða.

Þú getur óskað eftir tímabundinni hækkun lánaheimildar og skoðar bankinn þá fjárhagstöðu þína nánar og metur beiðni þína sérstaklega.

Þú finnur allar upplýsingar um lánaheimildina undir liðnum "Lán" í Landsbankaappinu.

Hófleg skuldsetning og sparnaður hafa jákvæð áhrif á matið og vanskil neikvæð.

Til að viðhalda góðu mati er mikilvægt að haga skuldsetningu í samræmi við greiðslugetu og greiða afborganir lána á tilsettum tíma.

Þurfir þú á hærri heimild að halda en þá sem býðst í appinu skalt þú hafa samband við þjónustver bankans í síma 410 4000 eða landsbankinn@landsbankinn.is.

App - lánaheimild