Yfirdráttur

Yfirdráttur

Hægt er að fá yfirdráttarlán á veltureikninga (debetreikninga) hjá Landsbankanum. Yfirdráttarlán er sveigjanlegt lánsform sem hentar vel til að mæta tímabundinni fjárþörf eða fjármagna skammtímasveiflur í útgjöldum.

Viðskiptavinir sem eru fjárráða, 18 ára og eldri, geta fengið yfirdráttarlán að uppfylltum útlánareglum bankans. Eingöngu eru greiddir vextir af nýttri yfirdráttarheimild. Yfirdráttarlán bera engin stimpilgjöld eða lántökukostnað.

Lækkaðu yfirdráttinn

Lækkaðu yfirdráttinn er þjónusta sem Landsbankinn býður viðskiptavinum sem vilja lækka skammtímaskuldir sínar, svo sem yfirdráttarlán eða greiðslukortaskuldir. Þú gerir samkomulag um að greiða ákveðna upphæð mánaðarlega til lækkunar á láninu og við bjóðum þér hagstæðari vaxtakjör.

Nánar