Ávöxtunarleiðir - Skyldulífeyrissparnaður

Ávöxtunarleiðir Íslenska lífeyrissjóðsins

Skyldulífeyrissparnaður hjá Íslenska lífeyrissjóðnum skiptist í samtryggingarhluta og séreignarhluta. Hversu stórt hlutfall iðgjalds rennur í samtryggingu ræðst af þeirri útgreiðsluleið sem sjóðfélagi velur. Í boði eru tvær útgreiðsluleiðir, Blönduð leið og Séreignarleið. Í samtryggingarhluta er ein ávöxtunarleið. Í fjárfestingarstefnu samtryggingar er tekin hófleg áhætta með það að markmiði að ná góðri ávöxtun til lengri tíma. Boðið er upp á fjórar ávöxtunarleiðir í séreign en þær heita Líf I, Líf II, Líf III og Líf IV. Mesta áhættan er í Líf I þar sem hlutfall hlutabréfa er hæst. Áhætta fer svo minnkandi og er minnst í Líf IV sem fjárfestir eingöngu í ríkisskuldabréfum og innlánum.


Lífsbraut

Sjóðfélagar geta valið einstakar ávöxtunarleiðir eða kosið að fylgja Lífsbraut Íslenska lífeyrissjóðsins þar sem þeir færast sjálfkrafa á milli ávöxtunarleiðanna eftir aldri. Flestir sjóðfélagar velja Lífsbraut.

Séreignarhluti skylduiðgjalds

Líf I

Lífsbraut: Til 44 ára

Ávöxtunarleiðin Líf I er fyrir einstaklinga sem vilja taka áhættu og ná góðri ávöxtun til lengri tíma.

Sveiflur í ávöxtun geta verið miklar yfir skemmri tímabil en stefnt er að góðri langtímaávöxtun. Leiðin hentar því þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum.

Líf I – Eignasamsetning 1. ársfjórðungur 2020


Fjárfestingarstefna Líf I


Líf II

Lífsbraut: 45-54 ára

Ávöxtunarleiðin Líf II er fyrir einstaklinga sem vilja taka hóflega áhættu og ná góðri ávöxtun til lengri tíma.

Sveiflur í ávöxtun safnsins geta verið þó nokkrar yfir skemmri tímabil en stefnt er að góðri langtímaávöxtun. Leiðin hentar því þeim sem eiga meira en 5 ár eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum.

Líf II – Eignasamsetning 1. ársfjórðungur 2020


Fjárfestingarstefna Líf II


Líf III

Lífsbraut: 55-64 ára

Ávöxtunarleiðin Líf III er fyrir einstaklinga sem nálgast töku lífeyris eða eru nú þegar farnir að taka út lífeyri.

Í fjárfestingarstefnu er lögð er áhersla á trausta og jafna ávöxtun með takmarkaðri áhættu.

Líf III – Eignasamsetning 1. ársfjórðungur 2020


Fjárfestingarstefna Líf III


Líf IV

Lífsbraut: 65 ára og eldri

Ávöxtunarleiðin Líf IV hentar þeim einstaklingum sem nálgast töku lífeyris eða eru nú þegar farnir að taka út lífeyri.

Lögð er áhersla á trausta og jafna ávöxtun. Samkvæmt fjárfestingarstefnu er eingöngu fjárfest í skuldabréfum og innlánum. Leiðinni er óheimilt að fjárfesta í hlutabréfum.

Líf IV – Eignasamsetning 1. ársfjórðungur 2020


Fjárfestingarstefna Líf IVSamtryggingarhluti skylduiðgjalds

Samtrygging

Í fjárfestingarstefnu samtryggingar er tekin hóflega áhætta með það að markmiði að ná góðri ávöxtun til lengri tíma.

Réttindi í samtryggingu veita rétt til ævilangs lífeyris, örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris.


Samtrygging – Eignasamsetning 1. ársfjórðungur 2020


Fjárfestingarstefna SamtryggingarÁvöxtun

 Ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins 30. apríl 2020 (%) 
Ávöxtunarleið 1 ár 3 ár* 5 ár* 10 ár* 15 ár*
* Meðalnafnávöxtun á ári til 30. apríl 2020
Líf I: Séreign 8,3 8,9 8,1 8,7 7,9
Líf II: Séreign 8,4 8,5 8,0 8,1 7,4
Líf III: Séreign 8,5 8,3 7,8 7,6 6,6
Líf IV: Séreign 9,4 7,4 7,0 6,3 5,8
Samtrygging 9,1 8,9 8,4 8,0 7,5

Íslenski lífeyrissjóðurinn - ávöxtun