Viðbótar-lífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður hefur ýmsa kosti. Þú getur lagt allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og launagreiðendur greiða að jafnaði allt að 2% í viðbótarframlag sem þýðir að þú færð greitt fyrir að spara.

Séreignarsparnaður er kjarabót

Séreignarsparnaður (einnig nefndur viðbótarlífeyrissparnaður) er viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað og er þín eign. Þú ræður hvernig þú ráðstafar honum eftir að þú nærð 60 ára aldri. Séreignarsparnaður erfist að fullu.

Ef þú leggur fyrir 2-4% af launum í séreignarsparnað þá bætir launagreiðandi við 2% af launum til viðbótar, sem er í raun launahækkun sem þú fengir annars ekki.

Séreignarsparnað má einnig nýta skattfrjálst til húsnæðissparnaðar eða til greiðslu inn á húsnæðislán að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Heimilt verður að taka út samtals 12 milljónir til eigin nota eða að hámarki 800.000 kr. í 15 mánuði. Athugið að tekjuskattur er tekinn af upphæðinni. Sækja þarf um fyrir 1. janúar 2021.

Nánar
Séreignarsparnaður er launahækkun

Þegar þú greiðir 2-4% af laununum þínum í séreignarsparnað greiðir vinnuveitandi þinn 2% framlag á móti. Launin þín hækka því um 2% um leið og þú byrjar að leggja fyrir.

Launagreiðandi sér um að standa skil á greiðslunum í séreignarsparnað. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig og tilkynna okkur ef þú skiptir um launagreiðanda.

Öllum launþegum er skylt að greiða í lögbundinn lífeyrissparnað. Þrátt fyrir það þá eru eru lífeyrisgreiðslur aðeins hluti af meðallaunum um ævina þegar störfum lýkur, en tekjurnar geta lækkað um allt að helming þegar farið er á eftirlaun. Séreignarsparnaður er mjög góð leið til að minnka þetta bil.

Fá ráðgjöf um lífeyrissparnað

Sjóðfélagavefur

  • Sækja um lífeyrissparnað rafrænt
  • Breyta samningum um lífeyrissparnað
  • Sækja um útgreiðslu
  • Skoða yfirlit

Fara á sjóðfélagavef

Umsókn um séreignarsparnað

Tengt efni

Sparaðu fyrir útborgun

Fróðleikur um lífeyrismál

Lækkaðu íbúðalánin með séreignarsparnaði

Umræðan: Hvað þarf að hafa í huga við úttekt séreignarsparnaðar?


Reiknivél

Hvað gæti ég átt mikið í séreignarsparnaði þegar starfsævinni lýkur?

Upphæðin sem þú reiðir af hendi margfaldast um leið

Vegna þess að framlagið þitt er dregið frá áður en tekjuskattur er reiknaður þá lækka útborguð laun aðeins um hluta af því sem leggst við sparnaðinn. Þegar mótframlag vinnuveitanda bætist við getur upphæðin sem leggst inn á sparnaðarreikninginn verið margföld sú upphæð sem þú leggur til.

Hvaða áhrif hefur séreignarsparnaður á útborguð laun?

kr.
38.000 kr.
19.000 kr.
57.000 kr.
20.428 kr.
Athugið að séreignarsparnaður er frádráttarbær frá skattskyldum tekjum við innborgun, en greiddur er tekjuskattur við útborgun og við útgreiðslur má nýta ónýttan persónuafslátt.

Húsnæðissparnaður - sparað fyrir útborgun eða greitt inn á íbúðalán

Í boði er að nýta séreignarsparnað til lækkunar á höfuðstól íbúðalána eða til húsnæðiskaupa. Þessi aðgerð gagnast flestum sem skulda af húsnæði eða eru að safna sér fyrir húsnæði.

Landsbankinn mælir með því að fólk kynni sér vel þessa möguleika.

Reiknivél - lækkaðu lánin


Skattalegt hagræði séreignarsparnaðar

Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af inneign í séreignarsparnaði. Upphæðin fer óskattlögð inn í sparnaðinn, en tekjuskattur er greiddur við úttekt og nýta má persónuafslátt við útgreiðslur. Séreignarsparnaður erfist að fullu og inneign er óaðfararhæf, en þá er ekki hægt að ganga að sparnaðinum við gjaldþrot. Útgreiðslur séreignarsparnaðar hafa ekki áhrif á greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (þ.e. vegna ellilífeyris, örorkulífeyris eða tekjutryggingar) eða greiðslur frá Atvinnuleysistryggingasjóði.


Velkomin í 360° ráðgjöf

360° ráðgjöf er fjármálaráðgjöf sem öllum viðskiptavinum Landsbankans stendur til boða þar sem þú sest niður með ráðgjafa og ferð yfir fjármálin þín frá öllum hliðum; lán, sparnaður, lífeyrissparnaður, tryggingar, staðan í dag og framtíðarmarkmið. Það kostar ekkert að koma í 360° ráðgjöf.

Velkomin í 360° ráðgjöf