Útgreiðsla

Viðbótarlífeyrissparnaður er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri. Einnig má halda áfram að greiða viðbótarlífeyrissparnað eftir að úttekt hefst sem getur verið hagkvæmt vegna mótframlags launagreiðanda.

Útgreiðsla vegna aldurs

Frjáls séreign er laus til útborgunar við 60 ára aldur.

Samningur um útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar

Skilmálar

Útgreiðsla vegna örorku

Ef starfsgeta skerðist vegna örorku er viðbótarlífeyrissparnaður laus til útborgunar á 7 árum, miðað við 100% örorku. Árleg útborgun lækkar og úttektartími lengist í hlutfalli við lækkun örorkuprósentu.

Útgreiðsla vegna fráfalls

Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu við fráfall eftir reglum erfðalaga. Með breytingum á lögum, sem tóku gildi í lok árs 2008, er heimilt að greiða viðbótarlífeyrissparnað að fullu til erfingja. Séreign er hjúskapareign og erfist að fullu skv. erfðalögum.


Skattlagning

Greiddur er almennur tekjuskattur af viðbótarlífeyrissparnaði við útgreiðslu, með sama hætti og af öðrum lífeyri. Þetta er vegna þess að framlag til viðbótarlífeyrissparnaðar er frádráttarbært frá skatti.

Ráðgjöf við útgreiðslu

Óski sjóðfélagi eftir að ávaxta lífeyri sinn á verðtryggðum innlánsreikningi getur verið hagkvæmt að geyma hann áfram á verðtryggðri Lífeyrisbók Landsbankans þar sem hann er ekki bundinn eftir 60 ára aldur.Erlendir ríkisborgarar - endurgreiðsla við flutning frá Íslandi

Lögbundið iðgjald

Launþegar frá EES-svæðinu

Samkvæmt EES-samningnum er lífeyrissjóðum óheimilt að endurgreiða lögbundin iðgjöld til ríkisborgara aðildarríkja EES-samningsins við flutning frá Íslandi. Byggir það á gagnkvæmu samkomulagi aðildarríkja samningsins um beitingu almannatryggingarreglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkjanna, en skv. VI. viðauka við EES-samninginn fellur skyldutrygging lífeyrisréttinda undir almannatryggingakerfið.

Erlendir ríkisborgarar sem flytjast frá Íslandi eru bundnir af reglum sem um tryggingarverndina gilda, með sama hætti og íslenskir ríkisborgarar. Þegar útgreiðsla getur hafist samkvæmt skilmálum tryggingarverndarinnar, ber hinum erlenda ríkisborgara að snúa sér til tryggingastofnunar í heimalandi sem hefur milligöngu um greiðslu lífeyrisréttinda frá Íslandi. Viðkomandi stofnun sér síðan um að senda umsóknareyðublöð til Tryggingastofnunar ríkisins á Íslandi.

Ríkisborgarar utan EES-svæðisins

Erlendir ríkisborgarar utan EES-svæðisins geta sótt um endurgreiðslu iðgjalda sem greidd hafa verið í lögbundinn lífeyrissparnað hjá Íslenska lífeyrissjóðnum við flutning frá Íslandi. en endurgreiða skal iðgjaldið með verðbótum, en án vaxta. Þetta á þó aðeins við ef slík endurgreiðsla er ekki óheimil samkvæmt samningi milli Íslands og heimalands.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Erlendir ríkisborgarar innan og utan EES-svæðisins geta sótt um endurgreiðslu inneignar í viðbótarlífeyrissparnaði við flutning frá Íslandi. Endurgreiðslan nær til greidds iðgjalds auk áunninnar ávöxtunar. Þetta á þó aðeins við ef slík endurgreiðsla er ekki óheimil samkvæmt samningi milli Íslands og heimalands.

Hefja má úttekt tveimur árum eftir fyrstu greiðslu iðgjalds.

Fylla þarf út útgreiðslubeiðni og skila inn meðfylgjandi gögnum:

Ef sjóðfélagi er að flytja frá Íslandi áður en að tvö ár eru liðin frá fyrstu greiðslu iðgjalds getur hann fyllt út umsókn, skilað inn gögnum og umsóknin er geymd þar til heimilt er að endurgreiða iðgjöldin.


Information on pension payments