Ráðgjöf

Finnum lausnir fyrir þig

Ef þú lendir í greiðsluerfiðleikum er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er. Landsbankinn kemur með ýmsum leiðum til móts við viðskiptavini sína vegna óvæntra aðstæðna eins og atvinnuleysis, veikinda eða annars sem kann að hafa áhrif á tekjur eða fjárhagslega stöðu vegna óvenjulegra aðstæðna.

Nánar

360° ráðgjöf

360° ráðgjöf er persónusniðin ráðgjöf þar sem farið er yfir fjármálin þín frá öllum hliðum, stöðuna í dag og framtíðarmarkmið.

Nánar

Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf

Verðbréfa og lífeyrisráðgjöf veitir ráðgjöf um fjárfestingar í verðbréfum og lífeyrissparnaði. Landsbankinn býður upp á úrval verðbréfasjóða en sjóðirnir eru hagkvæm leið fyrir þá sem vilja hámarka ávöxtun eigna sinna og dreifa áhættunni.

Nánar

Sparnaðarráðgjöf

Landsbankinn aðstoðar viðskiptavini sína við að byggja upp eignir, allt frá fyrstu skrefum og þar til komið er að því að njóta ávaxtanna. Við veitum sparnaðarráðgjöf þar sem farið er yfir þín markmið til lengri og skemmri tíma og bent er á hentugar leiðir.

Nánar

Sparaðu fyrir útborgun

Þeir sem vilja eignast sína fyrstu íbúð geta nýtt greiðslur í séreignarsparnað sem útborgun við íbúðakaup eða niðurgreiðslu íbúðalána. Greiðslurnar eru skattfrjálsar og þú færð mótframlag frá vinnuveitanda sem þú getur einnig notað til íbúðakaupa.

Nánar

Einkabankaþjónusta

Eignastýring Landsbankans býður efnameiri viðskiptavinum sínum upp á alhliða eignastýringarþjónustu. Hlutverk viðskiptastjóra er að aðstoða viðskiptavini við val á sparnaðarleiðum og uppbyggingu á eignasafni, allt eftir stöðu og markmiðum hvers og eins.

Nánar

Tryggingar

Heimilið og fjölskyldan eru með því dýrmætasta sem við eigum. Þess vegna er mikilvægt að hlúa að þeim og eiga öryggisnet sem styður við ef óvænt áföll ber að.

Nánar