Tryggingar

Lífið kemur okkur sífellt á óvart og sem betur fer oftast á jákvæðan og gleðilegan hátt. Ef alvarleg veikindi eða dauðsfall ber að höndum, skiptir miklu máli að vera með góðar tryggingar. Þannig er líklegra að fjölskyldan geti glímt við orðinn hlut án þess að hafa fjárhagsáhyggjur.

Af hverju þarf ég að tryggja mig?

Flestir fullorðnir einstaklingar hafa fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart öðrum. Þessar skuldbindingar geta verið af ýmsu tagi og þarf að meta sérstaklega í hverju tilviki fyrir sig.

  • Hjá hjónum eða sambúðarfólki er oftast um að ræða verulegar fjárskuldbindingar þar sem báðir aðilar treysta á framlag hins. Án tryggingar er sennilegt að geta maka til að mæta skuldbindingum fjölskyldunnar og framfleyta börnum sé erfiðleikum háð.
  • Þótt einstaklingur hafi ekki fyrir öðrum að sjá getur hann verið fjárhagslega skuldbundinn öðrum með þeim hætti að líftrygging sé nauðsynleg. Vandamenn sem standa í ábyrgð fyrir hann eða treysta á hann til að standa í ábyrgð fyrir sig er dæmi um slíkt.

 

Íbúðalánavernd

Heimilið og fjölskyldan eru með því dýrmætasta sem við eigum. Þess vegna er mikilvægt að hlúa að þeim og eiga öryggisnet sem styður við ef óvænt áföll ber að.

Viðskiptavinum með íbúðalán hjá Landsbankanum stendur til boða Íbúðalánavernd sem er sérstök líftrygging í samstarfi við Sjóvá sem veitir aðstandendum öryggi ef lántaki fellur frá.

Nánar um Íbúðalánavernd.

Líf- og sjúkdómatrygging

Líf- og sjúkdómatrygging er fyrir alla þá sem hafa fyrir einhverjum að sjá eða hafa tekið á sig fjárskuldbindingar og vilja auk þess tryggja sig fyrir tekjumissi og kostnaðarauka sem af alvarlegum veikindum kunna að leiða.*

Ef alvarleg veikindi eða dauðsfall ber að höndum skiptir miklu máli að vera með líf- og/ eða sjúkdómatryggingu. Þannig er líklegra að fjölskyldan geti glímt við orðinn hlut án þess að hafa peningaáhyggjur. Markmið líf- og sjúkdómatryggingar er að gera fjölskyldunni kleift að mæta fjárhagslegum skuldbindingum sínum og halda sínum lífsstíl þrátt fyrir sjúkdóm eða fráfall.

* Einnig er hægt að velja eingöngu líftryggingu eða sjúkdómatryggingu.

Skaðatryggingar

Skaðatryggingar eru fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur sem eiga yfirleitt einhverra fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem nauðsynlegt er að tryggja.

Fjölbreyttar tryggingar

  • Ökutækjatryggingar
  • Fjölskyldu- og heimilistryggingar
  • Fasteignatryggingar
  • Sjúkra- og slysatryggingar
  • Ferðatryggingar