Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf

Lykillinn að góðum árangri í fjárfestingum er að gera sér skýra grein fyrir fjárfestingarmarkmiðum sínum, hafa greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf og velja hentugar ávöxtunarleiðir.

Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf

Verðbréfa og lífeyrisráðgjöf veitir ráðgjöf um fjárfestingar í verðbréfum og lífeyrissparnaði. Landsbankinn býður upp á úrval verðbréfasjóða en sjóðirnir eru hagkvæm leið fyrir þá sem vilja hámarka ávöxtun eigna sinna og dreifa áhættunni.

Reglubundinn sparnaður

Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Þú getur valið þá sparnaðarleið sem hentar þér með því að setja inn þínar forsendur í fjárfestingatréð.
Við áskrift í sjóðum fellur munur á kaup- og sölugengi niður* og enginn kostnaður er tekinn fyrir vörslu sjóða Landsbréfa. Lágmarks áskrift í sjóðum er 5.000 kr á mánuði.

Frekari upplýsingar um verðbréfasjóðina er hægt að nálgast á www.landsbref.is.

Í netbankanum er svo auðveldlega hægt að fylgjast með þróun eignasafnsins og framkvæma viðskipti með verðbréf.

*munur á kaup og sölugengi sjóða er á bilinu 1-2%

Upplýsingar af mörkuðum

Á sjóðasíðu okkar má finna upplýsingar um fjölbreytt úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða; þróun ávöxtunar, gengi, eignasamsetningu, áhættukvarða og samanburð.

landsbankinn.is/markadir

Vantar þig ráðgjöf?

Ef þú vilt fara yfir núverandi stöðu þína, skoða fjárfestingarmöguleika eða hefja sparnað getur þú komið og hitt fjármálaráðgjafa hjá Landsbankanum.

Þú getur pantað tíma hjá ráðgjöfum okkar hér á vefnum. Einnig er hægt að hafa samband í síma 410 4040 eða með tölvupósti í netfangið fjarmalaradgjof@landsbankinn.is

 

Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf
Nafn Netfang Símanúmer
Friðbert G. Gunnarsson Fridbert.G.Gunnarsson@landsbankinn.is 410 7166
Gústav Gústavsson Gustav.Gustavsson@landsbankinn.is 410 6221
Jóhanna M. Jónsdóttir Johanna.M.Jonsdottir@landsbankinn.is 410 7169
Marteinn Kristjánsson Marteinn.Kristjansson@landsbankinn.is 410 7109