Uppsetning

Það er auðvelt að skrá greiðslukort í Apple Pay

Hægt er að skrá kort í Apple Pay í gegnum Landsbankaappið eða Apple Wallet.

Skráning með Landsbankaappinu

 • Opnaðu Landsbankaappið 
  (Ath. nauðsynlegt er að vera með nýjustu útgáfu af Landsbankaappinu uppsetta)
 • Farðu í valmyndina efst í hægra horninu og veldu „Kort“
 • Finndu það kort sem þú vilt skrá í Apple Pay og veldu „Bæta korti í Apple Wallet“.
 • Þá opnast Apple Wallet sjálfkrafa með öllum kortaupplýsingum. Þar klárar þú skráninguna á einfaldan og öruggan hátt.

Skráning með Apple Wallet

iPhone

 • Opnaðu Wallet.
 • Veldu „+“ táknið efst í hægra horninu. 
 • Sláðu inn öryggisnúmerið á kortinu ef þú ert að skrá debet- eða kreditkort sem er tengt iTunes reikningi. Að öðrum kosti velur þú „Add a different card“ og notar myndavélina á iPhone símanum til að skanna kortaupplýsingarnar.

Apple Watch

 • Opnaðu Apple Watch appið í iPhone símanum þínum.
 • Veldu „Wallet & Apple Pay“ og síðan „Add Credit or Debit Card“.
 • Sláðu inn öryggisnúmerið á kortinu ef þú ert að skrá debet- eða kreditkort sem er tengt iTunes reikningi. Að öðrum kosti velur þú „Add a different card“ og notar myndavélina á iPhone símanum til að skanna kortaupplýsingarnar.

iPad

 • Farðu í Settings.
 • Veldu „Wallet & Apple Pay“ og síðan „Add Credit or Debit Card“.
 • Sláðu inn öryggisnúmerið á kortinu ef þú ert að skrá debet- eða kreditkort sem er tengt iTunes reikningi. Að öðrum kosti velur þú „Add a different card“ og notar iPad myndavélina til að skanna kortaupplýsingarnar.

MacBook Pro með Touch ID

 • Farðu í System Preferences.
 • Veldu „Wallet & Apple Pay“ og síðan „Add Card“.
 • Sláðu inn öryggisnúmerið á kortinu ef þú ert að skrá debet- eða kreditkort sem er tengt iTunes reikningi. Að öðrum kosti velur þú „Add a different card“ og notar MacBook Pro myndavélina til að skanna kortaupplýsingarnar.