Borgaðu með símanum eða úrinu

Það er einfalt að skrá kortið í símann

Hægt er að skrá debet-, kredit- og gjafakort Landsbankans í Apple Pay eða Android-kortaappið og borga með símanum eða öðrum snjalltækjum. Það er einfalt að skrá kortin beint í Apple Pay í gegnum Landsbankaappið eða Apple Wallet. Fyrir Android síma þarf að sækja Kortaapp Landsbankans í Google Play Store og skrá kortið þar.

Úttektarheimildir og öll önnur virkni í farsímum er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti. Fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast því óbreytt.

Komdu í viðskipti

Þú getur komið í viðskipti við Landsbankann á örfáum mínútum í Landsbankaappinu eða hér á vefnum. Þú auðkennir þig með rafrænum skilríkjum og fylgir einföldu skráningarferli.

Nánar

Apple Pay (iOS)

Apple Pay gerir þér kleift að borga hratt og örugglega með iPhone síma eða Apple úri, á netinu og í öppum. Settu Landsbankakortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að nota Apple Pay.

Nánar um Apple Pay

Android-kortaapp Landsbankans

Með kortaappi Landsbankans getur þú nú geymt Landsbankakortið þitt í farsímum með Android-stýrikerfi og borgað með símanum um allan heim í posum sem bjóða snertilausa virkni. Þú finnur appið „Kort“ í Google Play Store.

Nánar um kortaappið

Garmin Pay

Með Garmin Pay geta notendur tengt Landsbankakort við Garmin Wallet í Garmin connect appinu og byrjað að borga með úrinu.

Nánar um Garmin Pay

Fitbit Pay

Með Fitbit Pay geta notendur borgað með Fitbit úrum. Landsbankakortið er skráð í Wallet í Fitbit appinu og er þá hægt að borga með úrinu.

Nánar um Fitbit Pay

Landsbankaappið

Með appi Landsbankans geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Viðskiptavinir fá skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu sinni um leið og þeir skrá sig inn og geta svo auðveldlega fengið nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt.

Nánar

Öryggi

Greiðslukort Landsbankans eru alþjóðleg Visakort sem fylgja nýjustu öryggisstöðlum. Það sama gildir um Visakort sem skráð eru í Apple Pay eða kortaapp Landsbankans. Þegar kortanúmer er skráð í slíkar greiðslulausnir verða til sýndarnúmer (token) sem eykur öryggi þegar greitt er með símanum.