Heimilisbókhald Meniga

Sjálfvirkt heimilisbókhald í netbankanum þínum

Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum upp á Meniga heimilisbókhald. Meniga er sjálfvirkt og veitir góða yfirsýn yfir fjármálin á myndrænan hátt, auðveldar áætlanagerð og aðstoðar við að finna góðar sparnaðarleiðir.

Kostir Meniga:

  • Góð yfirsýn yfir fjármál heimilisins á myndrænan hátt
  • Auðvelt í notkun og sjálfvirk flokkun færslna
  • Samanburður við aðra notendur og sérsniðin sparnaðarráð
  • Notendavæn áætlanagerð

Viðskiptavinir geta nú skráð sig í Meniga í gegnum netbankann sinn þeim að kostnaðarlausu. Með auðveldum hætti er hægt að hafa augun á útgjöldunum en viðskiptavinir geta stillt Mínar síður og valið útgjaldaflokka sem veita snögga yfirsýn yfir stöðu fjármálanna.

Spurt og svarað um Meniga

Farsímaútgáfa Meniga

Hægt er að fylgjast með stöðu heimilisfjármálanna, skrá nýjar peningafærslur og fá yfirlit yfir útgjöldin gegnum farsímalausnir Meniga. Notendur iPhone eða Android síma geta sótt Meniga forritið (app) sér að kostnaðarlausu. 

Stofna Meniga

Fara á Meniga.is

Öryggi 

Meniga leggur áherslu á að tryggja áreiðanlega og örugga meðferð upplýsinga. Kynntu þér öryggis- og persónuverndarstefnu og notkunarskilmála Meniga.


Hvað er Meniga?

Sparnaðarráð og neyslugreining

Meniga greinir neyslumynstur notenda og birtir sparnaðarráð og hagnýtar upplýsingar sem aðstoða notendur við að nýta peningana betur. Meniga birtir tilboð í þeim verslunum sem hver notandi verslar við og sýnir sparnaðarráð, bæði tengd verslunum og útgjaldaflokkum.

Raunhæf markmið og virkt aðhald

Meniga setur sjálfkrafa upp fjárhagsáætlun sem byggir á raunútgjöldum síðustu 12 mánuði. Meniga aðstoðar notendur jafnframt við að setja sér raunhæf markmið og sýnir þeim hvað þeir eyða frá degi til dags svo auðveldara sé að halda áætlun.

Samfélag og samanburður við aðra

Á Meniga geta notendur borið meðalútgjöld í hverjum útgjaldaflokki saman við útgjöld annarra notenda. Samanburðurinn auðveldar notendum að setja sér raunhæf markmið. Hægt að lesa sparnaðarráð frá öðrum notendum og skiptast á skoðunum um einstakar verslanir og útgjaldaflokka. Meniga er lifandi samfélag fólks sem er umhugað um sína fjárhagslegu framtíð.