Æviskeið I

Ungt fólk (18+)

Á yngri árum hefur þú líklega úr minna að moða en þeir sem eldri eru, en þú hefur líka tímann fyrir þér. Um leið og þú stefnir að einhverju þarftu að huga að því hvernig þú ætlar að ná markmiðum þínum. Oft þarf ekki að gera miklar breytingar eða færa fórnir til að ná árangrinum sem þú stefnir að.

Ferðalög, bílakaup, menntun og fyrstu íbúðakaupin eru dæmi um markmið sem krefjast skipulagningar, ekki síst á því tímabili ævinnar þegar tekjur geta verið óreglulegar og takmarkaðar. Það er alltaf betra að byrja að spara sem fyrst og margar litlar upphæðir geta með tímanum skipt miklu máli.

Það eru margar leiðir til að spara. Með sparnaðarráðgjöf Landsbankans færðu aðstoð við uppbyggingu á sparnaði í takt við markmið þín. Viðskiptavinir okkar eiga alltaf kost á ráðgjöf frá reyndum fjármálaráðgjöfum.

Með stækkandi eignasafni bjóðum við aukna þjónustu, einkabankaþjónustu og fagfjárfestaþjónustu. Viðskiptavinir njóta einnig reglulegrar fræðslu og viðburða.

 

Margt smátt gerir eitt stórt

Áskrift að sparnaði

Hér má sjá muninn á því sem safnast upp, ef 30.000 krónur eru lagðar fyrir á mánuði, eftir því hvort byrjað er að safna 20 ára, 30 ára eða 40 ára og safnað er til fimmtugs. Það borgar sig alltaf að byrja sem fyrst að spara. Í reglulegum sparnaði verða vextir með tímanum sífellt 

stærri hluti af sparnaðinum og geta á endanum orðið stór hluti af því sem þú hefur eignast. Dæmið er aðeins til viðmiðunar og miðast við 5% vexti á ári.

Dæmin á síðunni eru aðeins til viðmiðunar og miðast við 5% vexti á ári.


Velkomin í sparnaðarráðgjöf

Hér að neðan getur þú óskað eftir sparnaðarráðgjöf, þér að kostnaðarlausu eða hringt í okkur í síma 410 4040.Fræðsluefni

Eignadreifing
– mikilvæg leið til að draga úr áhættu

Efnahagsmál
– efni frá Hagfræðideild

Umræðan
– umræðuvefur Landsbankans

Sparaðu fyrir útborgun
- fyrstu íbúðarkaup

Eignastýring fyrir fyrirtæki

Landsbankinn býður upp á sérsniðna eignastýringu fyrir lögaðila, þ.m.t. fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Bankinn býður einnig lífeyrissjóðum upp á alhliða þjónustu, s.s. bókhald, móttöku iðgjalda, útreikning og útgreiðslu lífeyris.

Nánar