Æviskeið II

Að byggja upp sparnað (30-55)

Árin á vinnumarkaði eru tími sem flestir vilja nýta vel og hrinda í framkvæmd því sem þeir hafa ætlað sér að gera í lífinu. Þau eru líka tími ábyrgðar og mikilla útgjalda og þess vegna er mikilvægt fyrir þig að hafa gott skipulag og skýrar hugmyndir um áherslur þínar.

Það skiptir máli að hafa svigrúm til að leggja fyrir og dreifa áhættu en tryggja um leið stöðuga og góða ávöxtun. Með því að byggja upp og

rækta það sem þú hefur eignast áttu auðveldara með að ná markmiðum þínum, auk þess sem þú byggir um leið upp vörn gegn óvæntum útgjöldum. Þess vegna er mikilvægt að byrja sem fyrst að líta á fjárhaginn sem heild og horfa bæði á daginn í dag og til framtíðar.

Það eru margar leiðir til að spara og byggja upp sjóð. Með sparnaðarráðgjöf Landsbankans færðu aðstoð við uppbyggingu á sparnaði í takt við markmið þín. Viðskiptavinir okkar eiga alltaf kost á ráðgjöf frá reyndum fjármálaráðgjöfum.

Með stækkandi eignasafni bjóðum við aukna þjónustu, einkabankaþjónustu og fagfjárfestaþjónustu. Viðskiptavinir njóta einnig reglulegrar fræðslu og viðburða.

 

Hvert fara peningarnir?

Það skiptir máli að vita hvert peningarnir fara svo þeir nýtist þér sem best. Öll útgjöld hafa eiginleika, þau geta verið nauðsynleg, gagnleg, aukið lífsgæði, óþarfi, stuðlað að sóun eða eignamyndun.


Velkomin í sparnaðarráðgjöf

Hér að neðan getur þú óskað eftir sparnaðarráðgjöf, þér að kostnaðarlausu eða hringt í okkur í síma 410 4040.Fræðsluefni

Eignadreifing
– mikilvæg leið til að draga úr áhættu

Efnahagsmál
– efni frá Hagfræðideild

Umræðan
– umræðuvefur Landsbankans

Eignastýring fyrir fyrirtæki

Landsbankinn býður upp á sérsniðna eignastýringu fyrir lögaðila, þ.m.t. fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Bankinn býður einnig lífeyrissjóðum upp á alhliða þjónustu, s.s. bókhald, móttöku iðgjalda, útreikning og útgreiðslu lífeyris.

Nánar