Reglubundinn sparnaður

Mánaðarleg millifærsla

Hægt er að leggja fyrir tiltekna upphæð á mánuði í sjóði eða á sparireikninga. Með mánaðarlegum kaupum í verðbréfasjóði, minnkar þú viðskiptakostnað og dregur úr sveiflum í ávöxtun í samanburði við staka fjárfestingu fyrir stærri upphæð.

Með reglubundnum sparnaði getur þú komið þér upp varasjóði eða sparað til lengri tíma á sparireikningi frá 500 kr. á mánuði eða byggt upp eignasafn með áskrift að sjóðum frá 5.000 kr. á mánuði. Veittur er 100% afsláttur af þóknun við reglubundin kaup í sjóðum.

Hægt er að skrá sig í reglubundinn sparnað í netbanka Landsbankans, í gegnum verðbréfaráðgjöf í síma 410 4040 eða með því að senda beiðni á verdbrefaradgjof@landsbankinn.is. Einnig er hægt að koma við í næsta útibúi Landsbankans.

Sparað með korti

Að spara með korti er skemmtileg og auðveld sparnaðarleið. Hver færsla er hækkuð um ákveðna upphæð eða upp í næstu 100, 500 eða 1.000 kr. Þú safnar líka Aukakrónum eða Vildarpunktum.

Nánar

 

 

Stofna reglubundinn sparnað í netbanka

Regluleg millifærsla inn á sparireikning

Áskrift í sjóðum

Hvaða sparnaðarleið hentar þér?

* Enginn binditími er til staðar þegar keypt er í verðbréfasjóðum en áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað.

Fyrirvarar

Framangreindir sjóðir eru í rekstri Landsbréfa hf., rekstrarfélagi verðbréfasjóða sem heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Landsbréf hf. bjóða upp á fjölbreytt úrval af sjóðum sem eru mismunandi hvað varðar samsetningu eigna, áhættu og ávöxtun.

Nánar um sjóði Landsbréfa hf.

Áhugasömum viðskiptavinum er bent á að áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Viðskiptavinir eru því hvattir til að kynna sér áhættuþætti fjárfestinga í sjóðum og útboðslýsingu og lykilupplýsingar verðbréfasjóða áður en gengið er frá viðskiptum.