Einkabankaþjónusta

Einkabankaþjónusta - traust uppbygging eignasafna

Einkabankaþjónusta Landsbankans vinnur með viðskiptavinum sínum að traustri uppbyggingu eignasafna. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir. Þjónustan er sniðin að efnameiri viðskiptavinum bankans. Einkabankaþjónustan er sérhæfð fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga og félög sem vilja byggja upp öflugt eignasafn og njóta um leið sérfræðiráðgjafar í fjárfestingum og bankaþjónustu.

Einkabankaþjónusta Landsbankans auðveldar viðskiptavinum sínum að öðlast yfirsýn og aðstoðar þá við val á fjárfestingum og fjárfestingastefnum í samræmi við áhættuþol og markmið hvers og eins.

Það er vandaverk að færa velmegun á milli kynslóða og tryggja fjárhagslegt öryggi. Viðskiptastjórar Einkabankaþjónustu hjálpa þér að leita leiða til að tryggja fjárhagslegt öryggi þitt og þinna nánustu til frambúðar. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þrjár ólíkar þjónustuleiðir, allt eftir áhuga þeirra á fjármálamörkuðum og fjárhagsstöðu – eignastýringu, sérhæfða eignastýringu og fjárfestingarráðgjöf.


Eignastýring

Í eignastýringu annast viðskiptastjóri Einkabankaþjónustu öll samskipti við viðskiptavini en sjóðstjórar sjá um að stýra eignum viðskiptavina í samræmi við fyrirfram skilgreinda fjárfestingarstefnu. Í upphafi velur viðskiptavinur fjárfestingarstefnu í samráði við viðskiptastjóra hjá Einkabankaþjónustu þar sem tekið er tillit til áhættuvilja viðskiptavinar og fjárfestingartíma.

Lágmarksfjárhæð í eignastýringu er 40 milljónir.

Sérhæfð eignastýring

 Sérhæfð eignastýring er þjónusta sem við bjóðum viðskiptavinum sem eiga meira en 300 milljónir og þarfnast sértækra fjárfestingarleiða. Við sníðum fjárfestingarstefnu að þínum þörfum og stýrum fjármunum í takt við þá stefnu sem mótuð er.

Fjárfestingarráðgjöf

 Fjárfestingarráðgjöf hentar þeim sem fylgjast vel með fjármálamörkuðum og hafa ákveðnar skoðanir á fjárfestingum. Viðskiptastjóri hjá Einkabankaþjónustu er ráðgefandi en viðskiptavinur á síðasta orðið um um fjárfestingar.

Fjárfestingarráðgjöf tengist gjarnan sérhæfðri þjónustu á ýmsum sviðum bankaviðskipta sem viðskiptastjóri sér um ásamt öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Lágmarksfjárhæð í fjárfestingarráðgjöf er 75 milljónir.

Kostir Einkabankaþjónustu

  • Heildstæð fjármálaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga
  • Sérfræðingar sjá um eignasöfn viðskiptavina
  • Vöktun og stýring fjármuna
  • Persónuleg þjónusta - þinn eigin viðskiptastjóri
  • Losa má fjármagn án fyrirhafnar
  • Regluleg upplýsingagjöf um ávöxtun og markaðsvirði
  • Bankaþjónusta á hagstæðari kjörum
  • Hagstæðari viðskiptakjör í sjóðum
Hafðu samband við Einkabankaþjónustu
Nafn Starfsheiti Netfang
Guðni Hafsteinsson Deildarstjóri Gudni.Hafsteinsson@landsbankinn.is
Anna Haukdal Jónsdóttir Viðskiptastjóri Anna.H.Jonsdottir@landsbankinn.is
Bjarni Már Vilhjálmsson Viðskiptastjóri Bjarni.M.Vilhjalmsson@landsbankinn.is
Búi Örlygsson  Viðskiptastjóri Bui.Orlygsson@landsbankinn.is
Elín Dóra Halldórsdóttir Viðskiptastjóri Elin.D.Halldorsdottir@landsbankinn.is
Jóhann Ómarsson Viðskiptastjóri Johann.Omarsson@landsbankinn.is
Kristín Halldórsdóttir Viðskiptastjóri Kristin.Halldorsdottir@landsbankinn.is
Kristján Ágústsson Viðskiptastjóri Kristjan.Agustsson@landsbankinn.is