Klassi

Markmið Klassa er að leiðbeina ungu fólki hvernig fara má vel með peninga og spara. Félagar í Klassa fá ýmis fríðindi, geta sótt um tómstundastyrk og nýtt sér Klassatilboð.

Klassi

Klassi er þjónusta fyrir unga fólkið í Landsbankanum. Allir viðskiptavinir bankans á aldrinum 9-15 ára sem eiga reikning eða inneign í sjóðum Landsbankans eru félagar í Klassa. Klassi leiðbeinir viðskiptavinum hvernig fara má vel með fjármuni og spara til lengri tíma með góðum innlánsformum.

Hægt er að sækja um reikninga og verða Klassafélagi í næsta útibúi Landsbankans. Allir nýir Klassafélagar fá glaðning.

 


Fermingargjöf til þín

Fermingarbörn sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð6.000 kr. mótframlag frá Landsbankanum. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag.

Pantaðu tíma og við bætum mótframlaginu við í gegnum símann.

Fermingarpeningar eru góður grunnur að sparnaði. Það er einfalt að byrja að spara, þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara reglulega.

Panta tíma


Tómstundastyrkir Klassa

Stundar þú skíða-, skauta-, sund- eða fótboltaæfingar? Spilarðu á píanó, fiðlu eða túbu, ertu að læra að teikna eða mála? Á hverju ári geta Klassafélagar sótt um veglega tómstundastyrki Klassa. Veittir eru tíu styrkir að upphæð 30.000 kr. hver. Þetta er kjörið tækifæri til að fá fjárhagslegan stuðning sem hjálpar þér að stunda áhugamálin.

Umsóknarfrestur er liðinn og úthlutun tómstundastyrkja ársins 2019 lokið. Auglýst verður eftir umsóknum að nýju á seinni hluta ársins 2020.


Fríðindi og leikir

Klassagjafir

Nýir Klassafélagar sem eiga reikning í Landsbankanum eða inneign í sjóðum Landsbankans fá veglega inngöngugjöf.

Klassafélagar geta einnig fengið almenna gjafavöru þegar þeir koma og leggja inn á reikninginn sinn.

Stórafmælisgjöf Klassa

Þegar virkir Klassafélagar verða 10 ára er þeim óskað til hamingju með áfangann og þeir fá afmælisgjöf frá Landsbankanum. 

Til að vera virkur Klassafélagi þarf að vera hreyfing á reikningnum undanfarna 12 mánuði.

 


Klassareikningur og debetkort

Klassafélagar þurfa að fá samþykki foreldra fyrir stofnun.

Klassareikningur

  • Fyrir ungt fólk á aldrinum 9-15 ára
  • Óbundinn og óverðtryggður
  • Yfirdráttarheimild er ekki veitt á reikningum
  • Hærri innlánsvextir en á almennum veltureikningum

Klassadebetkort

  • Fyrir ungt fólk á aldrinum 9-15 ára
  • Virkar bæði í verslunum og hraðbönkum
  • Klassakort er alltaf síhringikort
  • Engin færslugjöld
  • Ekkert árgjald
  • Þarf Klassareikning til að fá kort

Netbanki fyrir Klassafélaga

Klassafélagar 9 ára og eldri eiga kost á því að fá aðgang að netbankanum. Í netbankanum geta Klassafélagar skoðað reikningana sína, millifært, fyllt á símakort og margt fleira. Hægt er að sækja um aðgang að netbankanum í öllum útibúum Landsbankans en undirskrift foreldris eða forráðamanns þarf að fylgja umsókn.

Meniga fyrir Klassafélaga

Klassafélagar sem eru með aðgang að netbankanum geta fengið góða yfirsýn yfir fjármálin sín og sett sér sparnaðarmarkmið með aðgangi að Meniga heimilisbókhaldi.