Aðalfundir

Aðalfundur Landsbankans hf. 2019

Aðalfundur Landsbankans hf., verður haldinn 4. apríl 2019 kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel (fundarsalur: Gullteigur), Sigtúni 38, Reykjavík.

Dagskrá

 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár.
 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar.
 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári.
 4. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.
 5. Tillögur til breytinga á samþykktum.
 6. Kosning bankaráðs.
 7. Kosning endurskoðanda.
 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
 9. Heimild til kaupa á eigin hlutum.
 10. Tillaga hluthafa skv. 1. mgr. 97. gr. laga nr. 2/1995.
 11. Önnur mál.

Aðrar upplýsingar

Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs fyrir kl. 16:00 föstudaginn 29. mars 2019 til skrifstofu bankastjóra, Austurstræti 11, Reykjavík. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á vef bankans tveimur dögum fyrir aðalfundinn.

Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar.

Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30 á fundardegi.

Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang.

Hluthafi í Landsbankanum hefur með vísan til 1. mgr. 97. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög komið fram með tillögu fyrir aðalfund bankans um að fram fari rannsókn á tilteknum viðskiptum bankans við tilgreind félög. Með tillögunni fylgdi greinargerð endurskoðunarfyrirtækis. Að mati bankans koma fram, eða kunna að koma fram, í þeim gögnum upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna bankans. Samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er Landsbankinn og starfsmenn hans bundnir þagnarskyldu um slíkar upplýsingar. Tillagan, þar sem slíkar upplýsingar hafa verið afmáðar, er hluthöfum til sýnis á skrifstofu bankans og verður send þeim hluthöfum bankans sem þess óska. Greinargerð endurskoðunarfyrirtækisins verður ekki gerð aðgengileg þar sem meginefni hennar felur í sér, eða kann að fela í sér, slíkar upplýsingar.


Aðalfundargögn

Dagskrá aðalfundar

Tillögur bankaráðs

Fundarboð

Ársreikningur 2018

Ársskýrsla 2018