Fréttir

- Fjárfestatengsl

Landsbankinn hf. hagnast um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2011

Hagnaður Landsbankans nam 2,5 milljörðum króna eftir skatta á þriðja ársfjórðungi 2011. Hagnaður sama tímabils á síðasta ári var 3,5 milljarðar króna.

Samanlagður hagnaður Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins nemur rétt tæpum 27 milljörðum króna. Stór hluti þess hagnaðar er hækkun hlutabréfa í eigu Horns fjárfestingarfélags hf., dótturfélags Landsbankans, á fyrsta ársfjórðungi.

Arðsemi eigin fjár af rekstri bankans var 4,8% á þriðja ársfjórðungi en samanlögð arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuði ársins er 18,2%.

Virðisrýrnun á útlánasafni til einstaklinga á þriðja ársfjórðungi nemur 1,4 milljarði króna. Virðisaukning lánasafns bankans til fyrirtækja nemur hins vegar 8,3 milljörðum króna á sama tíma, en stærstur hluti hennar rennur til LBI hf. (gamla Landsbankans). Þegar allt er reiknað fyrstu níu mánuði ársins hefur virðisaukning lánasafns bankans skilað tæpum 800 milljónum króna til rekstrar Landsbankans hf.

Eiginfjárhlutfall Landsbankans er nú 23,6% og hefur hækkað um 6,3% frá sama tíma á síðasta ári.

Árshlutareikningur 30. september 2011

Kynning á uppgjöri 

Helstu stærðir úr rekstri og efnahag

 • Eigið fé bankans er nú 210,2 milljarðar króna miðað við 184,9 milljarða króna í lok árs 2010.
 • Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 18,2% á ársgrundvelli.
 • Eiginfjárhlutfall er nú 23,6%, lágmarkskrafa Fjármálaeftirlitsins er 16%.
 • Framlag til LBI hf. í formi vaxtagreiðslna af skuldabréfi og uppgjörssamnings á árinu 2011 er um 17 milljarðar króna.
 • Hlutfall yfir 90 daga vanskila fer hratt lækkandi, er nú 14,5% samanborið við 24,5% um mitt þetta ár.
 • Þóknunartekjur bankans hafa aukist á fyrstu níu mánuðum ársins um 37% miðað við sama tíma á síðasta ári.
 • Hreinar rekstrartekjur námu alls 39,7 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins samanborið við 28,0 milljarða króna á sama tímabili árið 2010. Munurinn skýrist að stórum hluta af gengisbreytingum á hlutabréfum í eigu Horns fjárfestingafélags hf.
 • Á þriðja ársfjórðungi námu hreinar rekstrartekjur 7,9 milljörðum króna samanborið við 9,6 milljarða þriðja ársfjórðungi 2010.
 • Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu námu 24,6 milljörðum króna samanborið við 19,5 milljarða á sama tíma á árinu 2010. Á þriðja ársfjórðungi námu hreinar vaxtatekjur 7,7 milljörðum samanborið við 5,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi 2010.
 • Vaxtamunur af meðalstöðu heildareigna var 3,0% miðað við 2,4% á öllu árinu 2010.
 • Heildareignir bankans voru í lok september 1.124 milljarðar króna en staða í lok árs 2010 var 1.081 milljarður króna.
 • Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina voru 143,0% miðað við 159,6% í árslok 2010.
 • Rekstrarkostnaður fyrstu níu mánaða ársins hefur hækkað um 2 milljarða króna frá sama tíma árið 2010. Sú hækkun skýrist af stærstum hluta af samruna við Spkef og almennum kjarasamningum.
 • Kostnaðarhlutfall rekstrar fer lækkandi. Á þriðja ársfjórðungi var það 50,5% samanborið við 52,4% á fyrstu níu mánuðum ársins. Á árinu 2010 var sama hlutfall 61,1%.
 • Hækkun á verðmæti eignarhlutar ríkisins í bankanum það sem af er árinu 2011, umfram fjármagnskostnað af eiginfjárframlagi, er 25 milljarðar króna. Frá stofnun bankans hefur verðmæti eignarhlutarins hækkað um 33 milljarða króna umfram fjármagnskostnað.

Steinþór Pálsson bankastjóri segir: "Þriðji ársfjórðungur markaðist af úrvinnslu skuldamála heimila og fyrirtækja. Í allt hefur bankinn fært niður skuldir einstaklinga um ríflega 24 milljarða að eigin frumkvæði í haust. Við höfum unnið af krafti að endurskipulagningu skulda fyrirtækja, m.a. með Beinu brautinni og endurreikningi erlendra lána. Okkar markmið er að klára endurskipulagningu skulda fyrirtækjanna á fyrri hluta næsta árs. Til marks um að þetta starf er að bera verulegan árangur má nefna að vanskilahlutfall bankans hefur farið hratt lækkandi á síðustu mánuðum. Það er nú 14,5% en var um 24,5% um mitt þetta ár."

Steinþór segir afkomu bankans viðunandi miðað við stöðuna í efnahagslífinu um þessar mundir og staða bankans sé áfram sterk: "Það sést eins og við höfum áður bent á að mikill hagnaður bankans í fyrra og framan af þessu ári, byggir fyrst og fremst á óreglulegum liðum eins og hækkun hlutabréfa og gengishagnaði. Grunnreksturinn er traustur og fer batnandi en hagnaður af honum er hóflegur enda ekki við öðru að búast miðað við þann slaka sem í hagkerfinu er."

Árshlutareikningur 30. september 2011

Kynning á uppgjöri 

Fjárfestatengsl - 30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 21. júlí 2020 12:54

Landsbankinn besti banki á Íslandi að mati Euromoney

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi og er þetta annað árið í röð sem bankinn hlýtur þessa viðurkenningu. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Hafðu samband

Fjárhagsdagatal


Dagatalið er birt með fyrirvara um breytingar