Fréttir

- Fjárfestatengsl

Hagnaður Landsbankans 16,9 milljarðar 2011

Afkoma Landsbankans hf. var jákvæð um 16,9 milljarða króna eftir skatta á árinu 2011. Arðsemi eigin fjár var 8,8%. Til samanburðar nam hagnaður fyrra árs 27,2 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár þá 15,9%. Eiginfjárhlutfall (CAD) Landsbankans er nú 21,4% og hefur hækkað úr 19,5% í lok árs 2010. Núverandi eiginfjárhlutfall er vel umfram það 16% lágmark sem Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um.

Ársreikningur Landsbankans 2011

Kynning á afkomu Landsbankans árið 2011

Helstu stærðir í rekstri og efnahag ársins 2011:

 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 8,8%.
 • Hagnaður eftir skatta nam 16,9 milljörðum króna, þar af nam hagnaður af reglulegri starfsemi 10,7 milljörðum króna.
 • Vaxtamunur af meðalstöðu heildareigna var 2,9%.
 • Eigið fé bankans er rúmir 200 milljarðar króna.
 • Eiginfjárhlutfall (CAD hlutfall) var 21,4% samanborið við 19,5% í árslok 2010.
 • Heildareignir bankans námu 1.135 milljörðum króna.
 • Virðisrýrnun útlánasafns er 23,6 milljarðar eftir að tekið hefur verið tilliti til gjaldfærslna vegna gengislánadóms, virðisaukningar í útlánasafninu og þess hlutar sem rennur til LBI.
 • Hagnaður af hlutabréfastöðu bankans nam 18 milljörðum króna á árinu 2011.
 • Rekstrarkostnaður bankans nam 21,4 milljörðum króna en þar af nam launakostnaður 12 milljörðum og önnur rekstrargjöld 8,4 milljörðum.
 • Áhrif dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum, á rekstrareikning bankans, eru áætluð 38 milljarðar króna.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir:

"Árið 2011 var á margan hátt gott ár fyrir Landsbankann og við náðum flestum markmiðum okkar. Meginverkefnið var endurskipulagning skulda viðskiptavina bankans og hefur mikið áunnist á því sviði. Þó er enn verk að vinna og staða margra er erfið. Það er keppikefli allra, hvort sem er innan bankans eða utan, að efnahagslífið vaxi og hagur heimila og fyrirtækja vænkist. Bankinn hefur jafnframt unnið að innleiðingu á nýrri stefnu sem styrkir bankann til framtíðar. Nýfallnir dómar hafa ekki verið nægjanlega skýrir og hafa því valdið óvissu um hvernig fara á með ólögmæt lán og haga endurútreikningi þeirra. Við höfum kosið að sýna ítrustu varúð í mati okkar á áhrifum dóms Hæstaréttar um vexti frá í febrúar. Ljóst er að fleiri dómar þurfa að falla áður en myndin skýrist."

Afkoma brotin niður á rekstrarliði

Helstu breytingar milli áranna 2010 og 2011

Hagnaður ársins 2011 fyrir skatta er um 11 milljörðum króna lægri en árið á undan. Meginskýringar á þeim breytingum má rekja til gjaldfærslu vegna gengislánadóms í febrúar í máli 600/2011 annarsvegar og virðisrýrnunar útlánasafns bankans vegna hans.

 • Gengishagnaður hefur lækkað um 15,4 milljarða.
 • Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 3,3 milljarða á milli áranna 2010 og 2011, þar ræður mestu viðbótarkostnaður vegna samruna við SpKef.
 • Launakostnaður hækkar um 2,7 milljarða vegna fjölgunar starfsmanna við samruna bankans við SpKef, vegna fjölgunar starfsmanna við endurútreikning lána, þróunar kjarasamninga og starfslokagreiðslna.
 • Virðisrýrnun útlána hefur aukist um 24,2 milljarða.

Afkoma brotin niður á rekstrarliði


Kennitölur úr rekstri
Kennitölur 31.12.2011 31.12.2010
Hreinar rekstrartekjur
30.743
50.849
Hagnaður eftir skatta
16.957
27.231
Arðsemi eigin fjár eftir skatta
8,80%
15,90%
Arðsemi eigin fjár eftir skatta a.t.t. einskiptis liða*
19,60%
13,3%
CAD hlutfall
21,40%
19,50%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna
2,90%
2,30%
Vaxtamunur + virðisbreytingar í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna
0,80%
2,40%
Kostnaðarhlutfall**
57,20%
61,10%
Heildareignir
1.135.483
1.081.133
Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina
144,10%
159,60%
Stöðugildi í árslok
1.311
1.146
 
* Einskiptisliðir = Hagnaður af hlutabréfum, hagnaður af aflagðri starfsemi, gjaldeyrishagnaður/-tap, tap vegna gengislánadóma + fjármagnskostnaður hlutabréfa
**Kostnaðarhlutfall = (laun + önnur rekstrargjöld + afskriftir)/ (Hreinar vaxtatekjur + hreinar þjónustutekjur)

Eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum

Hækkun á verðmæti eignarhlutar ríkisins í bankanum á árinu 2011, umfram fjármagnskostnað af eiginfjárframlagi, er 25 milljarðar króna. Frá stofnun bankans hefur verðmæti eignarhlutarins hækkað um 33 milljarða króna umfram fjármagnskostnað.

  2011 Frá stofnun
Hækkun á verðmæti eignarhlutar ríkisins
26.198
63.862
Framreiknaðar vaxtagreiðslur ríkisins
- 4.237
- 34.630
Áhrif á afkomu ríkissjóðs
21.962
29.932

Varúðarfærslur vegna dóms Hæstaréttar í máli 600/2011

Í uppgjöri bankans hefur verið tekið tillit til mögulegra áhrifa dóms Hæstaréttar í máli 600/2011  þar sem fjallað var um réttmæti þess að nota viðmiðunarvexti Seðlabankans aftur í tímann, þegar lánveitandi hafði gefið út fullnaðarkvittanir fyrir greiðslum afborgana. Bankinn hefur af þessum sökum gjaldfært 38 milljarða undir liðnum "Tap af gengistryggðum útlánum og kröfum á viðskiptavini”. Þessi fjárhæð er í samræmi við sviðsmynd sem FME óskaði eftir að fjármálafyrirtæki notuðu sem viðmið við útreikning á áhrifum dómsins.  Þessi ráðstöfun dregur verulega úr hagnaði ársins og rýrir arðsemi eigin fjár. Í þessu felst þó engin afstaða til þess hversu víðtækt fordæmisgildi dómurinn hefur og afstaða bankans er óbreytt um að fleiri dóma er þörf til að skýra stöðu annarra lána en fjallað er um í fyrrnefndu dómsmáli. Það kann því að verða niðurstaðan að mat á fjárhagslegum áhrifum breytist eftir því sem niðurstöður fleiri dóma liggja fyrir.

Tengt efni

Ársreikningur Landsbankans 2011

Kynning á afkomu Landsbankans árið 2011

Fjárfestatengsl - 30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 21. júlí 2020 12:54

Landsbankinn besti banki á Íslandi að mati Euromoney

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi og er þetta annað árið í röð sem bankinn hlýtur þessa viðurkenningu. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Hafðu samband

Fjárhagsdagatal


Dagatalið er birt með fyrirvara um breytingar