- Fjárfestatengsl
Landsbankinn hagnast um 7,7 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2012
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 7,7 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2012. Arðsemi eigin fjár var 15,2%. Til samanburðar nam hagnaður á sama tíma á síðasta ári 12,7 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár þá 26,7%. Eiginfjárhlutfall (CAD) Landsbankans er nú 22,1% en var 20,4% fyrir ári. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er því vel umfram það 16% lágmark sem Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um.
Árshlutareikningur samstæðu 2012
Árshlutareikningur 2012 - Upplýsingaefni
Helstu stærðir úr rekstri og efnahag í lok 1. ársfjórðungs 2012:
- Arðsemi eigin fjár var 15,2%.
- Hagnaður eftir skatta nam 7,7 milljörðum króna.
- Vaxtamunur af meðalstöðu heildareigna var 3,0%.
- Eigið fé bankans var tæpir 208 milljarðar króna.
- Eiginfjárhlutfall (CAD hlutfall) var 22,1%
- Heildareignir bankans námu 1,174 milljörðum króna.
- Skattar nema 2,2 milljörðum króna.
- Hagnaður af gangvirðisbreytingum á hlutabréfum og skuldabréfum í eigu bankans nam 3,7 milljörðum króna.
- Rekstrarkostnaður bankans nam 5,6 milljörðum króna.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir:
„Rekstur Landsbankans er traustur en ládeyða einkennir efnahagslífið sem setur bankastarfsemi skorður. Hagnaður bankans hefur því eðlilega minnkað en að öðru leyti er reksturinn á áætlun. Óvissa í stórum og mikilvægum málaflokkum einkennir ástandið á Íslandi og veldur því að fjárfesting er með minnsta móti og lítil eftirspurn eftir lánsfé. Þetta finnum við glöggt í Landsbankanum og ekki bætir úr skák að enn og aftur er risin óvissa um endurútreikning ólögmætra lána, sem tefur endurskipulagningu skulda bæði heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að sem fyrst verði hægt að greiða úr ágreiningsefnum vegna dóms Hæstaréttar í febrúar en vonir standa til að hægt verði að hraða fordæmisgefandi málum í gegnum dómskerfið.“
Steinþór Pálsson segir einnig: „Aukin hagkvæmni og skilvirkni eru meðal helstu markmiða Landsbankans. Það er fyrirsjáanlegt að krafa um hagræðingu verður æ háværari, m.a. í ljósi síhækkandi skatta á fjármálafyrirtæki. Stóra verkefnið hjá okkur að undanförnu hefur verið að fást við endurskipulagningu skulda viðskiptavina. Mikill árangur hefur náðst á því sviði en nú munu sjónir okkar í vaxandi mæli beinast að því að gera bankann hagkvæmari.“
Afkoma brotin niður á rekstrarliði

Kennitölur úr rekstri
Kennitölur |
31.03.2012 |
31.03.2011 |
Hreinar rekstrartekjur |
15.712 ma.kr.
|
13.296 ma.kr.
|
Hagnaður eftir skatta |
7.729 ma.kr.
|
12.691 ma.kr.
|
Arðsemi eigin fjár eftir skatta |
15,2%
|
26,7%
|
CAD hlutfall |
22,1%
|
20,4%
|
Tekju- og bankaskattur |
2.208 ma.kr.
|
232 m.kr.
|
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna |
3,0%
|
2,6%
|
Vaxtamunur + virðisbreytingar í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna |
3,1%
|
2,0%
|
Kostnaðarhlutfall |
58,6%
|
54,3%
|
Heildareignir |
1.174.262 ma.kr.
|
1.105.590 ma.kr.
|
Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina |
143,6%
|
152,1%
|
Stöðugildi í lok tímabils |
1.308
|
1.261
|
Helstu breytingar á fyrsta ársfjórðungi milli áranna 2011 og 2012
Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 var um 5 milljörðum lægri en á sama tíma fyrir ári. Meginskýringuna má rekja til lægri tekna af hluta- og skuldabréfum og af aflagðri starfsemi en einnig eru skattar mun hærri á þessu ári en þeir hafa verið. Það skýrist af hækkun tekjuskatts, álagningu sérstaks fjársýsluskatts og sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki. Þá hefur kostnaður við laun og launatengd gjöld hækkað verulega sem skýrist helst af nýjum fjársýsluskatti á laun, fjölgun starfsmanna vegna samruna við Spkef og samningsbundnum hækkunum launa.
Afkoma brotin niður á rekstrarliði

Tengt efni
Árshlutareikningur samstæðu 2012
Árshlutareikningur 2012 - Upplýsingaefni
Fjárfestatengsl - 24. október 2019 16:04
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 14,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 samanborið við 15,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 7,9% á ársgrundvelli samanborið við 8,8% á sama tímabili 2018.
NánarFjárfestatengsl - 25. júlí 2019 16:03
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 samanborið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á ársgrundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.
NánarFjárfestatengsl - 23. júlí 2019 18:23
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti þann 23. júlí 2019 óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.
Nánar