Birtingarstefna

Markmið stefnu Landsbankans um birtingu upplýsinga er að upplýsa hagsmunaaðila um starfsemi bankans sem skráð félag á skipulegum verðbréfamarkaði. Landsbankinn vill tryggja að hagsmunaaðilar á hverjum tíma, fjárfestar, greiningaraðilar og aðrir hafi aðgang að nýjustu upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að geta tekið afstöðu til Landsbankans sem útgefanda og þeirra fjármálagerninga Landsbankans sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

Stefna Landsbankans um birtingu upplýsinga