Erlendar viðurkenningar

Landsbankinn hf. hefur hlotið viðurkenningar hjá alþjóðlega fjármálaritinu Global Finance sem besti bankinn á Íslandi þrjú ár í röð, 2014-2016. Bankinn hefur einnig hlotið viðurkenningar hjá fjármálaritinu International Finance Magazine.

Besti bankinn á Íslandi þrjú ár í röð, að mati Global Finance

Landsbankinn hf. hefur hlotið viðurkenningar hjá alþjóðlega fjármálaritinu Global Finance sem besti bankinn á Íslandi þrjú ár í röð, 2014-2016.

Hagnaður Landsbankans árið 2015 var 36,5 milljarðar króna, eftir skatta og arðsemi eiginfjár bankans var 14,8%. Í árslok 2015 nam eigið fé bankans 264,5 milljörðum króna og arðgreiðslur vegna ársins 2015 námu 28,5 milljörðum króna. Samkvæmt mælingum Gallup var Landsbankinn með mesta markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði á 4. ársfjórðungi árið 2015 eða 36,1% og hafði hún aldrei mælst hærri. Nýr netbanki einstaklinga var valinn besta þjónustusvæðið 2015 af dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna, annað árið í röð.

Global Finance Magazine var stofnað árið 1987, lesendur eru um 200.000 í 180 löndum. Höfuðstöðvar blaðsins eru í New York, en einnig rekur það skrifstofu í London og Mílanó. Áskrifendur blaðsins eru einkum hærra settir starfsmenn í fjármála- og efnahagslífi, forstjórar, framkvæmdastjórar og sérfræðingar.

Vefur Global Finance
Upplýsingar um viðurkenningar árið 2016


Besti bankinn og besti netbankinn, að mati International Finance

Fjármálaritið International Finance Magazine útnefndi Landsbankann besta bankann og best netbankann tvö ár í röð, árin 2014 og 2015.

Vefur International Finance Magazine
Upplýsingar um viðurkenningar