1. október 2013 - Fréttir og tilkynningar
Ellefu bestu viðskiptahugmyndirnar í nýsköpunarsamkeppni Matís og Landsbankans hafa verið valdar. Keppnin ber yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað" og vísar til umræðu um nýjungar í atvinnulífi sem oft lýkur á þann hátt að „gera eigi eitthvað annað", eða til einhverra óskilgreindra úrræða sem margir tala um en hafa ekki nafn yfir. Í þessari samkeppni skapast einmitt tækifæri til að gera „eitthvað annað".
Aðstandendur efstu hugmyndanna hafa hlotið fræðslu á vegum Matís um þróunar- og framleiðsluferla í matvæla- og líftækniiðnaði og frá Landsbankanum um áætlanagerð og kynningu fyrir fjárfesta með það að markmiði að þeir eigi auðveldara með að ýta verkefnunum áfram.
Eftirtaldar viðskiptahugmyndir þóttu skara framúr að þessu sinni:
Verðlaunin í nýsköpunarkeppninni verða afhent í byrjun október. Þá kemur í ljós hver af þessum ellefu hugmyndum hefur þótt skara framúr. Landsbankinn veitir 1 milljón króna peningaverðlaun fyrir bestu hugmyndina auk þess sem Matís veitir þeim sem hlutskarpastir verða mikilvæga tæknilega ráðgjöf og aðstöðu til að vinna áfram að sínum hugmyndum.
Þá fá aðstandendur þriggja til fimm bestu viðskiptahugmyndanna tækifæri til að kynna hugmynd sína fyrir völdum fjárfestum.
Aðstandendur keppninnar ætla henni að vera öflugur hvati til uppbyggingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja á sviði matvæla og líftækni, með varanlega verðmætasköpun að leiðarljósi.
Fjárfestatengsl - 21. mars 2018 15:45
Aðalfundur Landsbankans samþykkti í dag, 21. mars, að bankinn greiði samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna.
Fjárfestatengsl - 15. mars 2018 13:00
Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.113 milljónum króna á árinu 2017, samanborið við 702 milljóna króna hagnað fyrir rekstrarárið 2016. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða.
Fjárfestatengsl - 26. febrúar 2018 12:20
Landsbankinn hefur gefið út áhættuskýrslu fyrir árið 2017. Í skýrslunni er gerð ítarleg grein fyrir öllum þáttum áhættustýringar bankans og er henni ætlað að veita markaðsaðilum upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans, eiginfjárstöðu hans og lausafjárstöðu.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál