Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Ársskýrsla Landsbankans 2016 komin út

Ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2016 er nú aðgengileg á vef bankans. Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Í ársskýrslunni er með aðgengilegum hætti fjallað um helstu þætti í rekstri bankans á árinu 2016.

Aukin markaðshlutdeild og meiri ánægja með þjónustuna

Rekstur Landsbankans gekk vel á árinu 2016. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hélt áfram að aukast og mældist að meðaltali 37,1% á síðasta ári. Markaðshlutdeild á fyrirtækjamarkaði jókst einnig og bankinn er sem fyrr leiðandi í útlánum til fyrirtækja og í viðskiptum með skráð verðbréf í kauphöll. Þá sýna mælingar að ánægja viðskiptavina bankans jókst umtalsvert á árinu.

Í ársskýrslunni er fjallað um mikilvæga þætti í erlendri fjármögnun bankans á árinu 2016, þjónustu bankans við einstaklinga, fyrirtæki og fagfjárfesta um allt land og þær breytingar sem eru að verða á bankastarfsemi. Þá er fjallað ítarlega um starfsemi og stefnu bankans, helstu verkefni á árinu, mannauðsstefnu og stuðning bankans við samfélagið.

Tillaga um 13 milljarða króna arðgreiðslu

Á árinu 2016 nam hagnaður bankans 16,6 milljörðum króna. Í ávarpi formanns bankaráðs kemur fram að lagt verður til við aðalfund að bankinn greiði um 13 milljarða króna í arð vegna ársins 2016. Verði tillagan samþykkt mun bankinn greiða um 95 milljarða króna í arð á árunum 2013-2017. Bankaráð mun einnig leggja til að Landsbankinn greiði sérstakan arð síðar á þessu ári. Þetta er í þriðja skipti sem ársskýrsla Landsbankans er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Markmiðið með rafrænni útgáfu er að auka gagnsæi og auðvelda almenningi og öðrum hagsmunaaðilum að kynna sér rekstur og starfshætti bankans. Útgáfukostnaður er lægri og útgáfan umhverfisvænni.

Fjárfestatengsl - 24. október 2019 16:04

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 14,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 samanborið við 15,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 7,9% á ársgrundvelli samanborið við 8,8% á sama tímabili 2018.


Nánar

Fjárfestatengsl - 25. júlí 2019 16:03

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2019

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 saman­borið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á árs­grundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.


Nánar

Fjárfestatengsl - 23. júlí 2019 18:23

S&P staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn en breytir horfum úr stöðugum í neikvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti þann 23. júlí 2019 óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.


Nánar