Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Hættir í bankaráði Landsbankans hf.

Á fundi bankaráðs Landsbankans hf. í dag, 9. febrúar 2017, tilkynnti Danielle P. Neben að hún segði af sér sem bankaráðsmaður. Ástæðan er sú að Danielle er að hefja störf á nýjum vettvangi en hún hefur undanfarin ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi.

Danielle var fyrst kjörin í bankaráð Landsbankans hf. í apríl 2013. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir: „Fyrir hönd Landsbankans þakka ég Danielle fyrir öflugt starf í þágu bankans á undanförnum árum. Ég þakka um leið fyrir ánægjulegt samstarf og óska henni alls hins besta í því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.“

Forsíða - 30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Forsíða - 21. júlí 2020 12:54

Landsbankinn besti banki á Íslandi að mati Euromoney

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi og er þetta annað árið í röð sem bankinn hlýtur þessa viðurkenningu. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar