Fréttir og útgáfuefni

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri tíma. Lækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með stöðugum horfum.

Í rökstuðningi S&P er vísað til lækkunar í mati á horfum fyrir bankakerfið á Íslandi (e. industry risk) sem stafar af minni efnahagsumsvifum í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 sem leiðir til þess að grunnur að lánshæfiseinkunn (e. anchor) banka með starfsemi á Íslandi lækkar um eitt þrep. Stöðugar horfur í lánshæfismati bankans byggja á því mati S&P að bankinn standist afleiðingar efnahagslægðarinnar með því að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu og góðri fjármögnunar- og lausafjárstöðu.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Landsbankinn njóti hærri markaðshlutdeildar og heldur meiri skilvirkni í rekstri en innlendir samkeppnisaðilar. Þá kemur fram að bankinn sé framarlega á sviði stafrænnar þróunar og standi framar mörgum öðrum evrópskum bönkum í undirbúningi vegna áhrifa tækniþróunar á bankaþjónustu.

Nánari upplýsingar um lánshæfismat

Fjárfestatengsl - 30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 21. júlí 2020 12:54

Landsbankinn besti banki á Íslandi að mati Euromoney

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi og er þetta annað árið í röð sem bankinn hlýtur þessa viðurkenningu. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar