Jafnlaunaúttekt og stjórnarháttaviðurkenning

Landsbankinn hlaut árið 2015 gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC, fyrstur banka á Íslandi. Þá hefur bankinn hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.

Landsbankinn hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

Landsbankinn hlaut gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í mars 2015, fyrstur íslenskra banka og var bankinn stærsta fyrirtækið sem hafði undirgengist og staðist þá úttekt. Bankinn hlaut gullmerkið aftur árið 2016. Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC veitist fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5% og staðfestir viðurkenningin því að launamunur kynja hjá Landsbankanum sé innan þeirra marka.

Landsbankinn leggur áherslu á jafnréttismál og hefur sett sér skýra jafnréttisstefnu.

Nánar um gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC


Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Landsbankinn hlaut árið 2014 viðurkenningu frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum í fyrsta sinn. Umsögnin byggði á úttekt Deloitte á stjórnarháttum í bankanum. Rannsóknarmiðstöðin hefur endurnýjað viðurkenninguna fyrir árin 2015-2018.

Nánar