Fréttir

14. mars 2016 09:55

Tilkynning frá Landsbankanum

Bankaráð Landsbankans hefur fengið bréf frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um sölu Landsbankans á 31,2% hlut í Borgun árið 2014. Í niðurlagi bréfsins er óskað eftir viðbrögðum bankaráðsins.

Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni innan nokkurra daga.

Bankaráðið svarar Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur er og birtir svarið opinberlega. Þá verður fjallað um málið á aðalfundi bankans 14. apríl nk.

Upplýsingasíða um sölu á hlut Landsbankans í Borgun

26. október 2020 08:27

Vikubyrjun 26. október 2020

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Deildin býst við því að samdráttarskeiðið verði tiltölulega stutt en efnahagsbatinn hins vegar hægur fyrst um sinn.


Nánar

23. október 2020 09:59

Upptökur af fjarfundi um hagspá Landsbankans

Upptökur frá fjarfundi sem haldinn var 20. október í tilefni af útgáfu hagspár Landsbankans 2020-2023 eru nú aðgengilegar á Umræðunni. Þar er hagspáin einnig birt í heild og hægt er að hlaða niður glærusýningum frummælenda.


Nánar

23. október 2020 08:06

Hagsjá: Verulegur slaki á vinnumarkaði

Starfandi fólki á vinnumarkaði fækkaði um 0,9% frá því í september í fyrra. Venjulegum vinnustundum fækkaði um 2,8% á sama tíma. Þetta þýðir að fjöldi unninna stunda, eða vinnuaflsnotkun, minnkaði um 3,8% milli ára. Vinnuaflsnotkun hefur nú minnkað í 7 mánuði í röð.


Nánar

Skráðu þig á póstlista