Fréttir

21. nóvember 2016 11:19

Vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans

Ríkisendurskoðun birti  í dag skýrslu um eignasölu Landsbankans á árunum 2010-2016. Á tímabilinu hefur bankinn selt um 6.000 eignir en í skýrslunni er að finna gagnrýni á tilteknar eignasölur.  Gagnrýnin snýr einkum að því að viðkomandi eignir hafi ekki verið seldar í opnu söluferli. Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs:

„Bankaráð óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun, sem óháður aðili og ytri endurskoðandi Landsbankans, rýndi söluna á hlut bankans í Borgun árið 2014. Fleiri höfðu óskað eftir slíkri skoðun og varð niðurstaðan sú að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á eignasölu bankans á tímabilinu 2010-2016. Við tökum niðurstöðum skýrslunnar og ábendingum alvarlega. Við fengum drög að skýrslunni til skoðunar og í henni koma fram okkar viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar. Á síðustu misserum hefur verið bætt úr mörgu af því sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir en það er okkar markmið að læra af reynslunni og gera ávallt betur. Í því ljósi munum við kynna okkur efni endanlegrar skýrslu ítarlega og meta hvort frekari aðgerða er þörf.“

Landsbankinn er gagnrýndur fyrir að hafa ekki, við sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun árið 2014, séð fyrir að Borgun ætti rétt á verðmætum í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Eins og áður hefur komið fram telur bankinn að Borgun hefði átt að upplýsa um þetta í söluferlinu, enda höfðu stjórnendur félagsins skuldbundið sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti þess. Landsbankinn hefur undanfarna mánuði undirbúið málsókn vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verðmæti í viðskiptunum. Vegna fyrirhugaðrar málsóknar mun bankinn, að svo stöddu, ekki tjá sig frekar um sölu á hlut bankans í Borgun.

Viðbrögð bankaráðs við ábendingum Ríkisendurskoðunar

Skýrsla Ríkisendurskoðunar

26. október 2020 08:27

Vikubyrjun 26. október 2020

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Deildin býst við því að samdráttarskeiðið verði tiltölulega stutt en efnahagsbatinn hins vegar hægur fyrst um sinn.


Nánar

23. október 2020 09:59

Upptökur af fjarfundi um hagspá Landsbankans

Upptökur frá fjarfundi sem haldinn var 20. október í tilefni af útgáfu hagspár Landsbankans 2020-2023 eru nú aðgengilegar á Umræðunni. Þar er hagspáin einnig birt í heild og hægt er að hlaða niður glærusýningum frummælenda.


Nánar

23. október 2020 08:06

Hagsjá: Verulegur slaki á vinnumarkaði

Starfandi fólki á vinnumarkaði fækkaði um 0,9% frá því í september í fyrra. Venjulegum vinnustundum fækkaði um 2,8% á sama tíma. Þetta þýðir að fjöldi unninna stunda, eða vinnuaflsnotkun, minnkaði um 3,8% milli ára. Vinnuaflsnotkun hefur nú minnkað í 7 mánuði í röð.


Nánar

Skráðu þig á póstlista