03. september 2019 08:49
Landsbankinn breytir vöxtum
Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka um 0,20 prósentustig og fastir vextir til 36 mánaða lækka um 0,10 prósentustig. Fastir vextir verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka um 0,10 prósentustig.
Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,10 prósentustig. Breytilegir vextir bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,10 – 0,50 prósentustig. Vextir á yfirdráttarlánum og fjölgreiðslulánum lækka um 0,25 prósentustig. Aðrir breytilegir óverðtryggðir útlánsvextir í krónum lækka um 0,10 - 0,25 prósentustig.
Breytilegir innlánsvextir í krónum lækka í flestum tilvikum um 0,05 - 0,20 prósentustig en standa í öðrum tilvikum í stað.
Ný vaxtatafla Landsbankans tekur gildi 3. september 2019.
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
Nánar05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
Nánar22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Nánar