Fréttir

28. maí 2020 16:34

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur undanfarið fest sig í sessi sem það fjármálafyrirtæki sem býður samkeppnishæfustu útlánsvextina. Frá því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst hefur Landsbankinn að jafnaði lækkað útlánsvexti meira en innlánsvexti.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,50 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,50 prósentustig og vextir verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,30 prósentustig.

Kjörvextir óverðtryggðra útlána lækka um 0,50 prósentustig og kjörvextir verðtryggðra lána lækka um 0,30 prósentustig. Vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,50 prósentustig. Yfirdráttarvextir lækka um allt að 0,75 prósentustig.

Innlánsvextir lækka um 0,05 - 0,75 prósentustig.

Ný vaxtatafla tekur gildi 1. júní nk. og munu nánari upplýsingar koma fram þar.

Landsbankinn lækkaði síðast vexti þann 14. apríl sl. en sú lækkun tók einkum mið af lækkun á bankaskatti.

23. september 2020 10:37

Hagsjá: Launavísitala hækkaði lítillega í ágúst – endurskoðun kjarasamninga framundan

Launin á almenna markaðnum hækkuðu um 6,5% á frá 2. ársfjórðungi 2019 fram til sama tíma 2020 og um 7,2% á þeim opinbera. Mæld launavísitala hækkaði um 6,8% á sama tíma. Töluvert bil hafði myndast á milli launaþróunar á almenna og opinbera markaðnum nær allt síðasta ár.


Nánar

21. september 2020 15:34

Hagsjá: Matarkarfan er dýrari en sum matvæli hafa hækkað mun meira en önnur

Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3% það sem af er ári. Meðal annars komu þrír mánuðir í röð (apríl, maí og júní) þar sem hún hækkaði um eða yfir 1% milli mánaða.


Nánar

21. september 2020 08:44

Vikubyrjun 21. september 2020

Síðastliðna 3 mánuði hefur íbúðaverð hækkað að jafnaði um 0,7% milli mánaða. Í fyrra var sambærileg hækkun 0,3%. Það er því nokkuð ljóst að sumarið í ár var mun kröftugra en sumarið í fyrra á íbúðamarkaði, og hafa vaxtalækkanir haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir húsnæði.


Nánar

Skráðu þig á póstlista