Debetkort

Nýtt debetkort

Nýtt debetkort Landsbankans gerir verslun og þjónustu þægilegri og öruggari og færir þér nýja valmöguleika. Nú getur þú verslað á netinu með debetkortinu og greitt snertilaust fyrir vörur og þjónustu á ótal sölustöðum.

Snertilausar greiðslur með
nýja debetkortinu


Nýja debetkortið er svokallað „snertilaust kort“. Það þýðir að þú getur greitt lægri upphæðir með því einu að leggja kortið að posanum en þarft ekki að stinga því inn í posann eða slá inn PIN-númer nema í upphafi til að virkja kortið eða í öryggisskyni. Hámarksupphæð á snertilausri greiðslu er 5.000 krónur.

Þú getur notað nýja debetkortið
þitt á netinu


Nýja debetkortið þitt er með 16 stafa kortanúmer, gildistíma og þriggja stafa öryggisnúmer. Þessi númer virka eins og kreditkortanúmer sem þýðir að þú getur notað kortið til að greiða fyrir vörur og þjónustu í netverslunum og almennt á öllum þeim stöðum sem taka við debetkortagreiðslum á netinu.

Alþjóðlegt VISA debetkort og nýjustu öryggisstaðlar


VISA debetkort og snertilausar greiðslur eru í notkun víða í heiminum. Kortið er alþjóðlegt VISA kort sem fylgir nýjustu öryggisstöðlum og tekið er við því á mun fleiri stöðum en eldri debetkortum. Það er auðvelt að greiða snertilaust og öryggisráðstafanir lágmarka misnotkun. Nánar um öryggi í Spurt og svarað.

 

Debetkort Landsbankans

  • Fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana
  • Snertilaus virkni
  • Hægt að nota á netinu
  • Hægt að fá sem síhringikort*
  • Árgjald 790 kr.

*Afgreiðslubúnaður söluaðila á alltaf að hringja eftir heimild fyrir færslum.

Svona virkjar þú nýja debetkortið þitt

Til að virkja nýja debetkortið þarftu að greiða fyrstu greiðsluna með því að stinga kortinu í kortaraufina á posanum og slá inn nýja PIN-númerið sem þér barst í pósti. Um leið samþykkir þú skilmála kortsins. Að lokum þarftu að skrifa nafn þitt á undirskriftarsvæðið á bakhlið kortsins og eftir það getur þú notað nýja kortið hvar sem er, m.a. snertilaust og á netinu.

Nánar um snertilaus debetkort Landsbankans

Spurt og svarað

Nánar um PIN

Uppfæra í nýtt kort