Erlendar greiðslur - SWIFT

Einfalt og fljótlegt er að framkvæma erlendar (SWIFT) greiðslur í netbanka fyrirtækja

Sjálfvirknin er algjör þannig að fyrirtæki geta nú sent erlendum viðskiptavinum sínum SWIFT greiðslur frá a-ö. Fyrirtækjum er auðveldað að halda utan um erlendar greiðslur með því að framkvæma þær í gegnum netbanka fyrirtækja auk þess sem hver færsla er ódýrari. Kerfið færir greiðslur beint til móttakenda í hvaða landi sem er og sendir þeim greiðslustaðfestingu um leið og greiðslan er innt af hendi. Staðfestingin er með merki og haus Landsbankans. Þessar kvittanir er auðvelt að prenta út eða senda síðar meir þar sem greiðslan varðveitist í 7 ár í netbanka fyrirtækja. Innflytjendur geta því sent út greiðslustaðfestingu frá Landsbankanum á sama augnabliki og greitt er í kerfinu.

Reglan er að venjuleg SWIFT færsla taki frá 2-5 dögum eftir því hvert greitt er og á hvaða tíma dags greiðslan er framkvæmd. Hægt er að sækja um hraðgreiðslu ef þess gerist þörf en með því ábyrgist bankinn að greiðslan berist í síðasta lagi einum degi eftir að hún er framkvæmd sé þess kostur landfræði- og tímalega séð.

Geymdar erlendar greiðslur og geymdir erlendir bunkar

Geymdar erlendar greiðslur er staður til að safna greiðslum saman sem síðan eru flokkaðar inn í viðeigandi greiðslubunka. Hægt er að nota geymdar greiðslur sem sniðmát að reglulegum greiðslum, til dæmis ef fyrirtæki borgar alltaf sömu greiðsluna mánaðarlega.

Vert er að benda á hugtakið bunki. Litið er á bunka sem eina greiðsluheild, t.d. er gert gjaldeyristilboð í heildarupphæð bunka óháð mynt bunkans. Hægt að greiða ýmist út af gjaldeyrisreikningum ($ á móti $) eða reikningum í íslenskum krónum. Ef greitt er með ISK (þ.e. ekki með gjaldeyrisreikningum) gerir bankinn tilboð í kaup á allar myntir á ákveðnu gengi, tilboðið miðast við þá heildarupphæð í hverri mynt sem greidd er í ISK. Því er hentugt að nýta sér greiðslubunka til að safna í greiðslum sem á að greiða út ákveðinn dag. Bunki er því þægilegt hjálpartæki þar sem aðskilnaður starfa er til staðar.

Erlendar greiðslur

Á upphafssíðu erlendra greiðslna er fellilisti yfir alla skráða erlenda viðtakendur fyrirtækis ásamt viðeigandi bankaupplýsingum. Þessar upplýsingar eru yfirfarnar af alþjóða- og greiðslumiðlun Landsbankans sem tryggir að greiðslan fari örugglega þangað sem henni er ætlað að fara. Þessi yfirferð tekur yfirleitt 15 mínútur frá því að nýskráningu er lokið.

Upplýsingar um bankaupplýsingar er hægt að skoða undir "Erlendir viðtakendur" ásamt upplýsingum um viðtakendur.

SWIFT heiti og IBAN númer

Yfirleitt senda erlendir aðilar upplýsingar um SWIFT heiti viðskiptabanka ásamt IBAN númeri með reikningum.

SWIFT númer Landsbankans er t.d. NBIIISRE. SWIFT heiti er ákveðinn staðall og er sett saman úr stuttu heiti bankans, landakóda (IS) og höfuðstöðvum (RE) = Reykjavík. SWIFT heiti eru oftast 8 stafir en geta þó verið 11 stafir og er þá búið að bæta við upplýsingum um útibú viðskiptabankans.

IBAN númer er reikningsnúmer viðtakenda. Númerið er gefið út af viðskiptabanka erlenda viðtakandans og er samansett af landskóða, bankanúmeri, höfuðbók, reikningsnúmeri, kennitölu og tveggja stafa tölu sem er reiknuð út eftir ákveðnum leiðum.

Greiddir erlendir bunkar

Greiddar erlendar greiðslur falla undir "Greiddir erlendir bunkar" þar sem auðvelt er að nálgast kvittanir á íslensku eða ensku. Kvittanir eru með merki Landsbankans , þær má senda annað hvort í tölvupósti eða prenta út. Greidda erlenda bunka og kvittanir er hægt að nálgast í 7 ár.

Vartölutékk á IBAN númeri

Einnig má benda á SORT CODE sem er 6 stafa banka/útibúa auðkenni sem er á undanhaldi í Bretlandi þar sem þeir eru í auknum mæli að taka upp 11 stafa SWIFT heiti í sínum útibúum.