B2B
Beintenging við bókhald

B2B er sérstök viðbót við netbanka fyrirtækja, til gagnaflutnings milli bankans og bókhaldskerfis fyrirtækis.

B2B er ekki starfrækt á vefsíðu heldur innan bókhaldskerfisins. Í innskráningu velur fyrirtækið á milli þess að nota sérstakt B2B notandanafn eða sama notandanafn og í netbankanum á netinu.

Nánari tækniupplýsingar eru á þjónustusíðum B2B

Meginþjónustur

 • Innheimta viðskiptakrafna
 • Innlendar greiðslur
 • Erlendar greiðslur
 • Innsending skilagreina
 • Yfirlit bankareikninga
 • Yfirlit kreditkorta
 • Yfirlit lánasafns
 • Yfirlit gjaldmiðlagengis
 • Yfirlit vísitalna
 • Rafræn skjöl
 • Greiðslulyklar
 • Að auki eru í boði fjölbreyttar undirvörur hverrar meginþjónustu

Helstu kostir

 • Minni gagnainnsláttur, minni villuhætta.
 • Aðgerðatími og vinnuferlar styttast.
 • Hagræði eykst í bókhaldi, uppgjöri flýtt.
 • Einfaldara bókunar- og staðfestingarferli.
 • Betri nýting mannauðs, hagkvæmari tímaráðstöfun, aukin afköst.
 • Með fullnýttum sjálfvirkniaðgerðum má bæta fjárstreymi fyrirtækisins.

Þó að XML sé skeytaþjónusta í eðli sínu þá má með einföldun lýsa henni sem raunverulegri textaskrá. Munurinn er einkum sá að upplýsingarnar eru settar fram á lesanlegri, aðgengilegri og notendavænni hátt bæði gagnvart  bókhaldskerfinu og notendum þess.

Tökum greiðslur sem dæmi: Með B2B er sleppt því millistigi að þurfa að lesa út textaskrá úr bókhaldi og lesa hana inn í bankann. Annað dæmi er yfirlit bankareiknings: Þá er sleppt því millistigi að lesa textaskrá frá bankanum inn í bókhaldskerfið.

Vöruframboð B2B og B2Bws