Fréttir

21. september 2018 11:25

Endurnýjun á skilríkjum undir b2b.fbl.is þann 8. október

Klukkan 9 að morgni mánudagsins 8. október taka ný SSL skilríki gildi í Landsbankaskemanu á vefslóðinni b2b.fbl.is. Landsbankinn mun áfram nota SHA-2 skilríki og er uppfærslan að þessu sinni einungis sprottin af endurnýjun gildistímans.

Viðskiptavinir sem nota B2B eru beðnir að hafa samband við umsjónaraðila bókhaldskerfisins, hvort sem hann er innan fyrirtækisins eða hjá hugbúnaðarfyrirtæki, og ráðfæra sig við viðkomandi. Sama gildir um önnur upplýsingakerfi sem eiga rafræn samskipti við bankann með B2B.

Tilmælin eiga sérstaklega við um þá viðskiptavini sem settu skilríkin inn handvirkt á sínum tíma; þá er mjög líklegt að hugbúnaðarþjónustuaðili þurfi að grípa til aðgerða vikuna fyrir endurnýjun. Til að nálgast skilríkin frá morgni 8. október þarf að opna slóðina https://b2b.fbl.is í Chrome-vafra. Í kjölfarið birtist eðlileg villa um óheimilaðan aðgang ("403 – Forbidden: Access is denied") og þá er smellt á lásinn fyrir framan vefslóðina og skilríkin valin. Því næst opnast gluggi og þar er smellt á Details-flipann og staðfest að gildistíminn sé réttur og að Subject-línan fyrir skilríkin sé b2b.fbl.is, velja "Copy to file" og hlaða skilríkjunum niður.

Nánari upplýsingar: fyrirtaeki@landsbankinn.is

Fréttasafn


B2B - 15. janúar 2019 09:44

Endurnýjun á B2Bws skilríki Landsbankans 16. janúar 2019

Miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 9.00 rennur út gildistími skilríkjanna sem Landsbankinn notar í rekstri B2Bws þjónustunnar (einnig þekkt sem IOBWS eða sambankaskema). Hugbúnaðarfyrirtæki og aðrir aðilar sem þjónusta B2Bws kerfi viðskiptavina bankans þurfa að grípa til ráðstafana vegna þessa. Hér að neðan eru stuttar leiðbeiningar sem geta orðið að gagni.


Nánar