Fréttir

16. október 2018 15:08

Ný tæknihandbók komin út

Út er komin ný B2B tæknihandbók fyrir Landsbankaskemað í mjög endurbættri útgáfu. Fjögur ár eru liðin frá síðustu útgáfu og inniheldur nýja bókin yfir 200 breytingar. Víða hafa hagnýtu dæmin verið uppfærð og stuðningstexti dýpkaður og breikkaður. Samstarfsaðilum bankans, hugbúnaðarfyrirtækjum, innheimtufyrirtækjum og ekki síst viðskiptavinum færum við innilegustu þakkir fyrir góðar ábendingar og tillögur um auðgun texta og mynda í tæknihandbókinni.

B2B tæknihandbók

Fréttasafn


B2B - 15. janúar 2019 09:44

Endurnýjun á B2Bws skilríki Landsbankans 16. janúar 2019

Miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 9.00 rennur út gildistími skilríkjanna sem Landsbankinn notar í rekstri B2Bws þjónustunnar (einnig þekkt sem IOBWS eða sambankaskema). Hugbúnaðarfyrirtæki og aðrir aðilar sem þjónusta B2Bws kerfi viðskiptavina bankans þurfa að grípa til ráðstafana vegna þessa. Hér að neðan eru stuttar leiðbeiningar sem geta orðið að gagni.


Nánar