Sambankaskema

Tvö tungumál eru í gangi í B2B vefþjónustum íslenskra banka og nefnast þau skemu. Annað skemað er sérhæft innan hvers banka um sig, sem þýðir að bankarnir skilja ekki „tungumál“ hvors annars. Landsbankinn er með sitt eigið Landsbankaskema og þannig gengur þetta koll af kolli milli fjármálastofnana. Hitt skemað er sameiginlegt tungumál allra banka og sparisjóða hérlendis og nefnist í daglegu tali 

sambankaskema og er ýmist skammstafað IOBS eða B2Bws. Það tungumál kom fyrst út árið 2005 og var svo endurskilgreint árið 2013.

Hér er að finna handbækur, sýnidæmi og annað ítarefni sem hugbúnaðaraðilar leggja til grundvallar við innleiðingu 2005 útgáfunnar af sambankaskemanu.

B2Bws Technical Manual - Sambankaskema