Stefna bankans

Landsbankinn þinn

 

Í byrjun árs 2015 setti Landsbankinn sér nýja og metnaðarfulla stefnu til ársins 2020. Stefnan miðar að því að viðskiptavinir finni að með Landsbankanum nái þeir árangri og að bankinn og viðskiptavinir hans njóti gagnkvæms ávinnings. Grundvallaratriði í stefnu bankans er að hann verði til fyrirmyndar og sé traustur samherji i fjármálum. 

Stefna Landsbankans til 2020 er byggð á sama grunni og unnið var eftir á árunum 2010-2015. Í ársbyrjun 2015 var hert á áherslum og ný verkefni kynnt til sögunnar. Til að fylgja eftir innleiðingu stefnunnar til 2020 skilgreindi bankinn fimm lykilmarkmið og sjö verkstrauma sem eiga að tryggja innleiðingu hennar.

Lykilmarkmiðin fimm snúast um:

  • Ánægða viðskiptavini
  • Arðsemi bankans
  • Kostnaðarhagkvæmni
  • Áhættuvilja
  • Ánægt starfsfólk

Sjö verkstraumar til að innleiða stefnuna

Í verkstraumunum sjö sem eiga að tryggja innleiðingu stefnunnar koma fram skýr markmið og í þeim eru talin upp verkefni sem unnið verður að til ársins 2020. Hverjum verkstraumi er ætlað að hafa tiltekin, mælanleg áhrif á arðsemi eiginfjár bankans.

Árangursmiðuð menning

Mikil áhersla er lögð á árangursmiðaða vinnustaðamenningu innan Landsbankans og er litið svo á að sterkari fyrirtækjamenning sé lykilþáttur til að ná góðum árangri. Markvisst hefur verið unnið að því að efla fyrirtækjamenningu í bankanum undanfarna mánuði og hefur árangurinn verið mjög góður.

Það sem einkennir fyrirtækjamenningu bankans:

  • Viðskiptavinurinn er settur í forgang
  • Öflugt samstarf og stöðugar framfarir
  • Hver og einn tekur ábyrgð á að árangur náist
  • Við gerum þetta saman