Jafnrétti

Jafnréttismál

Jafnréttisnefnd er starfrækt innan bankans og hefur yfirsýn yfir lög og reglur sem snúa að jafnréttismálum. Jafnréttisstefna Landsbankans og aðgerðaáætlun stefnunnar er til skoðunar og endurmats um þessar mundir.

Landsbankinn hefur skrifað undir Jafnréttissáttmálann (Women's Empowerment Principles – Equality means Business), alþjóðlegt átak UN Women og UN Global Compact. Með undirskriftinni skuldbindur Landsbankinn sig til að vinna að bættum jafnréttismálum innan fyrirtækisins og sýna samfélagslega ábyrgð.


Landsbankinn aðili að Jafnréttisvísi Capacent

Landsbankinn er aðili að Jafnréttisvísi Capacent. Jafnréttisvísirinn er stefnumótun og vitundarvakning á sviði jafnréttis þar sem staða jafnréttismála innan fyrirtækis er metin með ítarlegri greiningavinnu. Í kjölfarið er unnið að breytingaverkefnum og markmiðasetningu til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau.

Leitast er við að ná heildrænu sjónarhorni á jafnréttismál og eru lykilþættir sem horft er til menning, samskipti og vinnuumhverfi, stefna og skipulag, skipurit, laun og fyrirmyndir. Samkomulag um að Landsbankinn tæki þátt í verkefninu var undirritað í febrúar 2018 og hefur verið unnið að því síðan með þátttöku allra starfsmanna bankans.Nánar um aðild Landsbankans að Jafnréttisvísi Capacent


Kynjahlutfall hjá Landsbankanum í lok árs 2018

 

Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

Landsbankinn hlaut í mars 2015 gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC, fyrstur banka á Íslandi. Landsbankinn hlaut aftur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í desember árið 2016.

Gullmerki PwC er mikilvæg staðfesting á stöðu jafnréttismála í bankanum og hvatning til að viðhalda þeirri stöðu til framtíðar. Hjá Landsbankanum er litið svo á að jafnrétti efli bankann og styrki stöðu hans í samkeppni um góða starfsmenn.

Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er veitt fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5% og staðfestir viðurkenningin því að launamunur kynja hjá Landsbankanum er innan þeirra marka.

Í Jafnlaunaúttekt PwC er gerð grein fyrir mun á grunnlaunum, föstum launum og heildarlaunum eftir kyni, þar sem tekið er mið af aldri, starfsaldri, menntun, starfaflokki, stöðu í skipuriti og vinnustundum. 


Jafnréttisstefna Landsbankans