Starfskjör og hlunnindi

Hlunnindi

Starfsmenn bankans eru meðlimir í Félagi starfsmanna Landsbankans á Íslandi (FSLÍ) og njóta ýmissa réttinda sem slíkir.

Orlofshús

Félagið rekur orlofshús og íbúðir um allt land sem starfsmenn hafa aðgang að allt árið um kring gegn vægu gjaldi.

Íþróttastyrkir

Félagið endurgreiðir árlega niður íþróttaiðkun starfsmanna. Endurgreiðsluupphæðin er ákveðin af stjórn félagsins ár hvert og miðast við að starfsmaður leggi stund á hvers konar íþróttir hjá viðurkenndum aðilum.

Námsstyrkir

Landsbankinn styrkir starfsmenn til menntunar, endurmenntunar og símenntunar. Námsstyrkir eru eins margir og stjórn námssjóðs telur þörf fyrir á hverjum tíma og eru þeir ekki bundnir við ákveðna fjárhæð, heldur kostnað við verkefni eða nám. Þeir ná til lengri eða skemmri náms innan lands sem utan.

Tómstundastyrkir

Félagið styrkir starfsmenn árlega til tómstundaiðkunar. Endurgreiðsluupphæðin er ákveðin af stjórn árlega og miðast við að starfsmaður sæki námskeið hjá viðurkenndum aðilum. Endurgreiðslan nemur 80% af því gjaldi sem starfsmaður greiðir, þó að hámarki ákveðinni upphæð.

Skemmtanir

FSLÍ stendur reglulega fyrir ýmsum viðburðum fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við bankann. Þar má nefna viðburði eins og árshátíð, fjölskyldudag, bingó og margt fleira.

Starfskjör

Starfsmenn Landsbankans eru félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Félagið vinnur að kjaramálum félagsmanna og byggir starf sitt á gagnkvæmu trausti milli starfsmanna og fyrirtækja með árangur beggja að leiðarljósi. Meðlimir í félaginu njóta ýmissa hlunninda sem slíkir:

Kjarasamningar

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja gerir heildarkjarasamning fyrir hönd félagsmanna. Samningurinn kveður á um lágmarkskjör félagsmanna, réttindi þeirra og skyldur gagnvart vinnuveitanda. Kjarasamningurinn tryggir að starfsmenn fjármálafyrirtækja séu með samkeppnishæf kjör.

Tryggingar

Félagsmenn SSF eru slysatryggðir fyrir dauða eða vegna varanlegrar örorku. Bótaupphæðir þessara tveggja trygginga breytast tvisvar á ári í samræmi við vísitöluhækkanir.

Fæðingarorlof

Samkvæmt kjarasamningum SSF greiða fjármálafyrirtæki fastráðnum starfsmanni í lögbundnu fæðingarorlofi mismun á óskertum launum og greiðslum frá fæðingarorlofssjóði, þó aldrei hærra en nemur mismun á greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði og viðmiðunarþaki sjóðsins eins og það er á hverjum tíma. Einnig fá fastráðnir starfsmenn greiddan fæðingarstyrk.

Lífeyrisréttindi

Félagsmenn sem hafa starfað 3 ár eða lengur hjá fjármálafyrirtæki fá greidd 7% í séreign frá bankanum.

Sjóðir SSF

Menntunarsjóður

Markmið sjóðsins er að efla félagsmenn í starfi, gera þá að betri starfsmönnum og samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Einnig skal sjóðurinn styrkja nám sem eflir félagsmenn til þátttöku í félagsstarfi. Almenna reglan við úthlutun styrkja er að sjóðurinn greiði helming námsgjalda, en að hámarki 150 þúsund pr. misseri.

Styrktarsjóður

Styrktarsjóður er eign Samtaka Starfsmanna fjármálafyrirtækja. Sjóðurinn styrkir starfsmenn m.a. vegna sjúkra-þjálfunar, nudds, krabbameinsskoðunar, sálfræðimeðferðar, gleraugna kaupa og margt fleira.

Vinnudeilusjóður

Trúnaðarmenn: Á hverjum vinnustað, þar sem starfa a.m.k. 5 félagsmenn, er starfsmönnum heimilt að velja sér trúnaðarmenn sem eru ábyrgir gagnvart SSF og eru tengiliðir sambandsins við aðildarfélögin. Trúnaðarmaður gætir þess, að kjarasamningar séu haldnir og réttur starfsmanna sé í hvívetna virtur, einkum orlof, vinnuvernd, öryggi og hollustuhættir. Hann gerir sitt besta til að skapa og viðhalda góðri samvinnu innan bankans og leitast við að leysa hugsanleg ágreiningsefni.